Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Það verður enginn svangur á þessari hátíð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er auðvitað stórmerkilegt og afar gleðilegt að sjá hvernig matarþorpið á Secret Solstice myndast og hvernig það hefur stækkað og dafnað í sögu hátíðarinnar,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice þegar við spyrjum hann út í matarmenninguna á hátíðinni, sem fer fram í Laugardalnum næstu helgi.

Björn Teitsson.

Þess má til gamans geta að Björn er einnig matargagnrýnandi Reykjavík Grapevine, og því afar fróður um mat og drykk. Hann segir þá matarmenningu sem hafi skapast á Secret Solstice síðustu ár vissulega hafa haft sín áhrif á matarmenningu almennt í Reykjavík.

Sjá einnig: Fyrsta hátíðin á Íslandi með eingöngu snertilausar greiðslur.

„Í dag sjáum við mikla „Street Food“-menningu í Reykjavík. Þar reið Hlemmur mathöll á vaðið og nú er komin önnur mathöll við Granda sem og Box í Skeifunni. Segja má að Solstice hafi verið fyrst vísirinn að þessari blómstrandi menningu en í ár verða alls fjórtán aðilar að selja mat og drykk á svæðinu,“ segir hann og bætir við:

„Úrvalið hefur aldrei verið betra og það er sérstaklega gaman að segja frá því að nú fáum við þrjá fulltrúa frá Hlemmi Mathöll til að taka þátt. Má kannski segja að þessi „Street Food“-menning sé þar með komin í heilan hring.“

Draga sem mest úr vistspori sínu

Úrval af valkostum í mat hefur stækkað jafnt og þétt á hátíðinni síðustu ár, en Björn segir að tónleikahaldarar séu í góðum tengslum við sína gesti, sem sumir komi ár eftir ár, og reyni að hafa úrvalið fjölbreytt til að höfða til sem flestra.

- Auglýsing -
Stemningin í Laugardalnum þessa helgi er óviðjafnanleg.

„Hátíðargestir er jafnan kröfuharðir og mjög meðvitaðir um umhverfi sitt. Það rímar vel við markmið hátíðarinnar að draga sem mest úr vistspori og hluti af því er að bjóða upp á vegan valkosti sem við höfum gert frá upphafi. Í ár er engin breyting þar á. Að því sögðu þá dæmum við heldur ekki fólk sem vill gæða sér á góðum borgara eða kjúklingavængjum. Við reynum að koma til móts við alla gesti og það hefur verið mikil og skiljanleg ánægja með úrvalið.“

Sjá einnig: Góði Úlfurinn treður upp á barnasvæði Secret Solstice.

Íslenska pylsan vinsælust

En hver ætli sé vinsælasti matarvagninn á svæðinu?

„Það er ef til vill týpískt að segja frá því að vinsælasti vagninn er líklega Bæjarins bestu. Mikill fjöldi hátíðargesta kemur erlendis frá og fólk hefur heyrt talað um þessa blessuðu pylsu löngu áður en til Íslands er komið,“ segir Björn og hlær.

- Auglýsing -
Á Secret Solstice er eitthvað fyrir alla.

„Ég er persónulega ánægður með allt úrvalið, sérstaklega að fá vagn frá Rabbarbaranum og La Poblana, þar sem ég borða ekki kjöt sjálfur. Svo fá gestir þetta klassíska, Búllan er á staðnum, Laxavagn, Rvk Chips… listinn heldur áfram. Það verður enginn svangur á þessari hátíð, svo mikið er víst!“

Myndir / Birna Rán og úr einkasafni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -