Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Íslenskur bareigandi heldur í brosið á Tenerife

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Upplifunin á Tenerife hefur verið rosalega skrítin og óvissan hjálpar ekki til. Við fengum þriggja klukkustunda fyrirvara á að loka staðnum og það er erfitt að vita ekki hversu lengi þetta ástand mun vara. Ég vona að við þurfum aldrei að horfast í augu við svona aðstæður aftur,“  segir Magnús Árni Gunnarsson, sem rekur hinn vinsæla veitinga- og skemmtistað St. Eugen´s á Tenerife í félagi við aðra Íslendinga en staðurinn er einmitt þekktur meðal íslenskra ferðalanga á eyjunni.

Magnús Árni Gunnarsson, bareigandi á Tenerife

Magnús Árni bendir á að yfir tíu þúsund veitingastaðir í landinu hafi lokað í faraldrinum og staðan sé verulega erfið fyrir marga bareigendur. Í sumar var útlit fyrir að breskir ferðamenn, sem halda uppi ferðaiðnaðnum á Tenerife, færu aftur að streyma til eyjarinnar en fyrir það var skrúfað fyrir með tveggja vikna skyldusóttkví þeirra við heimkomuna til Bretlands. „Bara fyrir tveim vikum byrjuðu Bretar að koma í straumum þar sem þeir þurftu ekki að fara í sóttkví við heimkomu.En svo var því breytt og suðursvæði Tenerife breyttist aftur í draugabæli. Horfur á Spáni eru ekkert sérstaklega bjartar,“ segir Magnús Árni.

Aðspurður segir Magnús Árni nánast ógerlegt að segja til um hvenær ferðaiðnaðurinn komist aftur á beinu brautina á Tenerife. Hann segist þó sannfærður um ferðaþjónustan komi aftur til með að blómstra á eyjunni. „Þeir ferðamenn sem koma til Tenerife koma yfirleitt reglulega hingað, oft ár eftir ár og margir nokkrum sinnum á ári. Við sjáum fyrir okkur að fyrstu mánuðir eftir opnun eigi eftir að vera mjög erfiðir og mikil vinna er handan við hornið. Þegar allt verður komið í eðlilegt horf, jafnvel seinnipart næsta árs, eigi eftir að vera mjög mikið að gera hjá okkur.“

Magnús Árni segir mestu máli skipta að gefast ekki upp frammi fyrir erfiðum og óútreiknanlegum aðstæðum. „Það skiptir máli að horfa fram á við. Þar sem maður hefur enga stjórn á aðstæðunum er eina í stöðunni fyrir okkur að reyna halda í brosið og vera tilbúnir þegar við getum opnað aftur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -