Laugardagur 28. desember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

„Það vill enginn horfa á mann sem er 225 kíló“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas Þór Þórðarson var í forsíðuviðtali á Mannlífi í gær þar sem hann sagði meðal annars frá mikilli lífsstílsbreytingu en árið 2014 var hann orðinn 225 kíló og átti erfitt með að hreyfa sig en er í dag 105 kíló og í fínu formi. Undir það síðasta átti hann orðið erfitt með að koma sér fram úr rúminu og þyngdin hafði hamlandi áhrif á frama hans í starfi.

Spurður hvort offitunni hafi fylgt þunglyndi, setur Tómas fyrirvara. „Ég vil ekki hafa orðið þunglyndi í flimtingum,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið greindur með þunglyndi en auðvitað var maður andlega þungur. Sérstaklega árið 2014 þegar ég náði botninum. Allt það ár upplifði ég mikla vanlíðan, fór ekki á fætur fyrr en rétt áður en ég átti að mæta í vinnuna á kvöldvakt klukkan fjögur. Ég bara komst ekki fram úr rúminu og fannst allt voðalega ómögulegt. Ég lifi að stórum hluta fyrir íslenska fótboltann en var hættur að geta farið á völlinn. Það var algjör kvöl og pína að þurfa að horfa á leikina í sjónvarpinu eins og auli.“

„ Það var algjör kvöl og pína að þurfa að horfa á leikina í sjónvarpinu eins og auli.“

Tómas segist ekki síst þakka hvatningu frá fólkinu í kringum hann að hann skyldi að lokum ákveða að prófa að taka mataræðið í gegn. „Allt í kringum mig var fólk sem vissi hvað í mér bjó, hvað ég gat og get varðandi vinnuna. Alveg frá því að ég lýsti mínum fyrsta leik hef ég fundið hvað það á vel við mig og ég geri það vel, eins og sést kannski á því að nú er verið að kaupa mig til að lýsa enska boltanum sem tugþúsundir horfa á – svo eitthvað hef ég verið að gera rétt. Ég hef kannski ekki mesta sjálfstraust í heimi, út af mínum komplexum í gegnum tíðina. Ég var alltaf að líta í kringum sig til að gá hvort einhver væri að benda á mig eða tala um mig sem byggði upp óöryggi og gerði mér erfitt fyrir að vera eitthvað breimandi af sjálfstrausti út á við.

„Ég var bara fastur inni í mér, horfandi út.“

En samt sem áður þá hef ég alltaf vitað að í þessum eina geira, að minnsta kosti, þá get ég fjallað og talað um íþróttir og lýst þeim. Ég hef það, en gat aldrei verið fyrir framan myndavél, bara lýst leikjum þar sem enginn möguleiki var á að ég þyrfti að vera í mynd. Það vill enginn horfa á mann sem er 225 kíló. Ég vissi samt að ég gat það og vissi líka að það voru fleiri á þeirri skoðun þótt ég væri ekki líkamlega í standi til þess. Það olli mér vanlíðan að vita hvað ég gat en þurfa að horfa á það líf sem ég gæti átt í gegnum einhverja rimla. Ég var bara fastur inni í mér, horfandi út. Og sem betur fer braust ég á endanum út og er núna með tvo sjónvarpsþætti auk þess að lýsa oft beinum útsendingum og hef átt alveg frábær ár undanfarið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -