Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

„Það yrði allt kolvitlaust ef það væri hálfnakin kona á kökunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útvarpsstöðin K100 birtir mynd á Facebook-síðu sinni af súkkulaðiköku með mynd af knattspyrnukappanum Rúrik Gíslasyni. Á myndinni er Rúrik ber að ofan en við myndina hafa forsvarsmenn K100 skrifað:

„Nú getur þú nartað í Rúrik.“

Rúrik hefur notið gríðarlegra vinsælda á Instagram eftir að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hófst, en þessi brandari K100 fer misvel í fólk.

Sjá einnig: Tímaritið People kallar Rúrik augnakonfekt.

„Ef þetta væri Kona ….hvað væri sagt þá ? Hann er stórglæsilegur , en mér finnst þetta orðið áreitni á drenginn. Er #metoo búið ?“ skrifar einn notandi og ýmsir aðrir taka í sama streng.

„Í alvöru talað? Hann er manneskja, ekki æti. Hlutgerving á fólki er löngu orðin úrelt,“ skrifar einn notandi við myndina og annar bætir við:

„Bara sorry …. En af hverju er þetta í lagi, en það yrði allt kolvitlaust ef það væri hálfnakin kona á kökunni.. Kallast þetta ekki bara áreitni?? svona miðað við fréttir og annað af kynferðislegri eða kynbundinni áreitni á konur, þá gildir það sama um karlmenn! sorry.. er farin í sólbað…“

- Auglýsing -

Sjá einnig: BBC segir Rúrik blöndu af Brad Pitt, Channing Tatum og Chris Hemsworth.

Einhverjum sem skrifa athugasemdir við mynd K100 finnst hins vegar ekkert athugavert við myndina. Einn notandi vonar hins vegar að útvarpsstöðin hafi fengið leyfi fyrir myndanotkuninni:

„Hvað er að ykkur , þið eruð öll á hunk of meat einsvo restinn , flottur drengur myndi ekki leggja mér hann til munns en mun kvetja hann áfram af öllum salarkröftum á eftir vonandi feingu þið leyfi fyrir þessari skreytingu.“ Annar notandi sér eftir því að hafa ekki pantað slíka köku fyrir stórleikinn gegn Króatíu á eftir.

„Ó my, ég hefði átt að bjóða upp á svona í tilefni dagsins.“

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá myndina umdeildu sem hefur, þegar þetta er skrifað, verið deilt rúmlega þrjátíu sinnum:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -