Eins og við sögðum frá fyrir stuttu andar köldu á milli Sex and the City-leikkvennanna Kim Cattrall og Söruh Jessicu Parker. Í grein á vef tímaritsins Us Magazine, segja heimildarmenn tímaritsins að þeim hafi ekki komið vel saman við tökur á þáttunum og bíómyndunum.
„Ég veit ekki af hverju Kim þurfti að taka þetta niður á þetta plan,“ segir einn heimildarmaður tímaritsins sem er náinn Söruh Jessicu. Annar nafnlaus heimildarmaður bætir við að þær Kim og Sarah Jessica hafi verið óvinkonur síðan tökur hófust á annarri seríu af Beðmálum í borginni.
„Þær hötuðu hvor aðra.“
Enn annar heimildarmaður, sem náinn er Kim, segir sambandið á milli þeirra hafi versnað mikið.
„Meðleikarar þeirra skilja ekki af hverju Kim hellti sér yfir hana. Þetta var ekki svona slæmt á meðan á tökum stóð.“
Kim sendi kalda kveðju til Söruh Jessicu rétt eftir að sú fyrrnefnda missti bróður sinn og sakaði hana um að nota andlát hans til að bæta ímynd sína.
„Það er engin ást þarna, en Sarah Jessica var bara að vera kurteis. Þetta er sorglegt,“ segir vinur leikkonunnar.
Texti / Lilja Katrín
[email protected]