Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þær voru einu sinni klappstýrur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er æði misjafnt hvernig stjörnurnar í Hollywood hófu ferilinn, og oft hefur fólkið sem við sjáum í geysivinsælum hljómsveitum og bíómyndum þurft að strita í misgefandi störfum til að ná markmiðum sínum.

Þessar konur hér fyrir neðan eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa byrjað ferilinn sem klappstýrur, en það er afar eftirsótt í Bandaríkjunum að vera klappstýra og hvetja íþróttalið síns skóla áfram með dúskum og heljarstökkum.

Jenna Dewan

Leikkonan og dansarinn sýndi flotta takta í miðskólanum í Texas.

Chrissy Teigen

Fyrirsætan birti þessa mynd af samfélagsmiðlum frá klappstýrudögunum og fann sig knúna til að skrifa athugasemd um augabrúnir sínar, sem samkvæmt henni voru nánast ósjáanlegar. Chrissy er í efri röð, önnur frá vinstri.

- Auglýsing -

Reese Witherspoon

Leikkonan náði léttilega að skella sér upp í píramída hér í den.

Fergie

Söngkonan hristi dúskana sína með gleði til að styðja fótboltalið miðskólans Glen. A. Wilson.

- Auglýsing -

Eva Longoria

Þessari aðþrengdu eiginkonu fannst greinilega gaman að sýna listir sínar þar sem hún var bæði klappstýra í miðskólanum Roy Miller í Corpus Christi í Texas en einnig í háskólanum Texas A&M-Kingsville.

Sandra Bullock

Leikkonan hefur lítið breyst síðan hún klappaði og spriklaði hér forðum.

Cameron Diaz

Áður en þessi leikkona sló í gegn var hún klappstýra við miðskólann Long Beach Polytechnic.

Halle Berry

Leikkonan var allt í öllu í skólanum. Hún var ekki aðeins klappstýra heldur vann líka í skólablaðinu og var kosin drottning á skólaballinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -