Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Þættirnir sem allir eru að tala um

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hámgláp – ritstjórn Mannlífs situr límd yfir þessum þáttum.

1. Manhunt: Unabomber er bandarísk mínisería sem aðdáendur spennuþátta ættu að hafa gaman af. Þættirnir fjalla um erfiða leit Alríkislögreglunnar bandaríksu að launmorðingjanum Unabomber sem varð þremur mönnum að bana, særði 23 í sextán bréfasprengjutilræðum á sautján árum, og hvernig lögreglan varð að innleiða nýjar rannsóknaraðferðir til að hafa hendur í hári hins alræmda morðingja. Stórleikararnir Sam Worthington og Paul Betthany þykja hreinlega fara á kostum í þáttunum.

2. Þættirnir The Crown hafa hlotið einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda um allan heim. Þeir fjalla um ævi Elísabetar Englandsdrottningar (sem Claire Foy leikur listilega vel) og þykja gefa svo sanna mynd af sögunni að meira að segja hin raunverulega Elísabet hefur sagst vera nokkuð sátt við útkomuna. Þess má geta að fyrsta serían er dýrasta sjónvarpsframleiðsla allra tíma og er nú von á þeirri þriðju.

3. Í frönsku spennuþáttunum The Mantis (La Mante – sjá myndina hér að ofan) gengur brjálaður morðingi laus, hermikráka sem fremur hræðileg voðaverk. Líkin hrannast upp og ráðþrota lögreglan neyðist að leita aðstoðar raðmorðingjans sem hermikrákan líkir eftir, hinnar stórhættulegu og slóttugu La Mante („Beiðunnar“), sem hefur setið í öryggisfangelsi um árabil. Leikkonan Carole Bouquet, sem glöggir áhorfendur þekkja úr James Bond-kvikmyndinni For your eyes only, sýnir stjörnuleik sem La Mante.

4. Þættirnir Black Mirror draga upp dökka mynd af náinni framtíð, dystópíska sýn, og eru sagðir vera hálfgerð ádeila á nútímatækni og hvernig fólk notar hana. Þetta eru sjálfstæðir þættir, það er ekki framhaldsþættir í eiginlegum skilningi, þar sem hver þáttur hefur sína sjálfstæðu sögu og sína „eigin“ persónur, svolítið í anda hinna fornfrægu Twilight Zone. Þess má geta að sögusviðs eins þáttarins er Ísland.

5. Þýsku þættirnir Dark eru sannkallaður hvalreki fyrir aðdáendur vísindaskáldskapar en þeir gerast í þýskum smábæ þar sem börn fara skyndilega að hverfa sporlaust og stendur lögreglan algjörlega ráðþrota í málinu. Fjölskylduleyndarmál, skuggaleg fortíð og yfirnáttúruleg – allt kemur þetta við sögu í þáttunum sem þykja í anda Stranger Things og hefur verið lýst sem „fjölskyldusögu með yfirnáttúru-legu ívafi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -