Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Þar varð Landspítölunum á í messunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Landspítalinn sem klínísk stofnun virkaði mjög vel í faraldrinum, það er að segja það var alveg afburða þjónusta sem fólk fékk. Covid göngudeildin var til að mynda alveg stórkostleg,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Ein undantekning hafi þó verið á því sem var Landakotsslysið og vitnar hann þar í hópsmitið sem þar varð síðastliðið haust.

„Það átti rætur sínar í því að það voru ekki viðhafðar þær sóttvarnir á Landakoti sem skildi. Þar varð Landspítölunum á í messunni,“ segir Kári.

Hann segir það sömuleiðis hafa gengið illa að endurskipuleggja vinnu Landspítalans, í kjölfar kórónuveirufaraldursins, þannig að spítalinn myndi virka eins vel og hann ætti að gera.

Að hans mati hefur Ísland sem samfélag þó komið vel út úr faraldrinum.

„Það unnu allir saman og það var þörf fyrir alla. Og ef við horfum til baka getum við öll verið montin af því.“

- Auglýsing -

Kári var í Kvöldviðtali Mannlífs, þar sem hann fór yfir faraldurinn hér á Íslandi, þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar og skoðun hans á því hvernig til hefur tekist hér á landi.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -