Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Þarf að vera tilbúinn í alls konar karaktera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í leikrtinu Þitt eigið leikrit – Goðsaga, eftir Ævar Þór Benediktsson, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu er söguheimurinn norræna goðafræðin sem er full af hrikalegum hetjum og stórhættulegum skrímslum. Áhorfendur ráða því sem gerist í hverri sýningu.

„Þetta leikrit er byggt á bók eftir Ævar Þór Benediktsson sem heitir Þín eigin goðsaga og heitir því Þitt eigið leikrit – Goðsaga,“ segir Baldur Trausti Hreinsson, einn leikara í sýningunni en hann leikur meðal annars Snorra Edduson Miðgarðsbarn, Óðin alföður, tröllskessuna Angurboðu og önnur hlutverk. „Leikritið er byggt á goðsögunum sem Ævar Þór skrifaði um Þór, Óðin, Sif og Loka og inn í þetta fléttast manneskjur, eða Miðgarðsbörn sem svo eru kölluð í goðheimum.“

Baldur Trausti segir að í rauninni sé um að ræða þrjár útgáfur eða þrjár leiðir sem áhorfendur geta valið. „Þetta er í raun og veru byggt upp eins og sjónvarpsþáttur sem Loki Laufeyjarson stýrir. Áhorfendur hafa um þrjár leiðir að velja – það er að fylgja Snorra Eddusyni Miðgarðsbarni, Urði Sturludóttur eða Eddu Harðarsdóttur. Við þurfum í raun að hafa þessar þrjár leiðir á hreinu. Leiðirnar eða leikritin þrjú eru ekki eins en hvort sem valin er leið Snorra, Urðar eða Eddu er þó alltaf farið í hættulega leiðangra. Áhorfendur velja um fleira, svo sem hvernig persónurnar eru klæddar, hvaða vopn þær fá og hvernig leiðirnar enda – vel eða illa. Þetta er spennandi, hættulegt og skemmtilegt.“

Baldur Trausti segir að hann hafi í gegnum tíðina oft þurft að leika fleiri en eina persónu í sama leikritinu en hann hafi aldrei leikið í leikriti þar sem hann veit ekki fyrir sýningar hvaða leið eða leikrit hann er að fara að leika í það skiptið. „Ég þarf að vera tilbúinn í alls konar karaktera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -