Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Þarf mikið til að koma skiptastjóra frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveinn Andri Sveinsson ekkert á förum segir dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.

Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Sveinn Andri Sveinsson komi til með að verða áfram skiptastjóri flugfélagsins WOW air.

Greint var frá því í nýjasta tölublaði Mannlífs að Arion banki hafi óskað eftir því að Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og nýskipaður skiptastjóri þrotabús WOW air, yrði settur af vegna vanhæfis, en bankinn er stór kröfuhafi í búið. Þetta staðfesti Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka í samtali við Mannlíf. Hann staðfesti einnig að þetta tengdist ágreiningi bankans við bústjóra þrotabús tölvufyrirtækisins Data Cell þar sem Arion er stærsti kröfuhafinn. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi.

Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði Svein Andra í stöðu skiptastjóra þrotabús WOW air segir hins vegar að Sveinn Andri muni verða áfram skiptastjóri yfir búinu. Þetta kemur fram í dag í skriflegu svari Símonar við fyrirspurn fréttastofu RÚV um málið. Símon segir að krafa Arion banka hafi verið tekin fyrir á aðfinnslufundi í gær þar sem „reynt var að miðla málum.“ Það hafi ekki gengið eftir og hafi fundinum þannig að Sveinn Andri verði áfram skiptastjóri. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir svo Símon að krefjist bankinn formlega úrskurðar, sem ekki hafi komi til hingað til, verði erindið að sérstöku máli. Málið fari síðan í venjulegan farveg sem endi með úrskurði.

Eins og greint var frá í Mannlíf í morgun var talið að það gæti orðið snúið fyrir Arion Banka að fá Svein Andri settan af sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hjá LEX lögmannsstofu, sagði í samtali við Mannlíf að mikið þyrfti til að skiptastjóri þrotabús væri settur af eftir að hafa verið skipaður.

„Það þarf mikið til. Það eru ákvæði í lögum um gjaldþrotaskipti sem segja að viðkomandi þurfi að brjóta af sér í starfi eða vera með stórkostlega slælega framgöngu. Undanfari er yfirleitt á þá leið að sett hafi verið fram aðfinnsla við héraðsdóm á störfum viðkomandi og að Héraðsdómur hafi fallist á réttmæti aðfinnslanna. Ef Héraðsdómur telur að þessar aðfinnslur séu nægilega miklar getur dómari sett viðkomandi af. Þannig að það þarf mikið til, einhvers konar klúður í starfi,“ sagði Arnar.

Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka hefur sem minnst viljað tjá sig um málið.

- Auglýsing -

„Málið er bara í farvegi og við ætlum ekki að reka það í fjölmiðlum,“ sagði Haraldur við Mannlíf, en hann hefur nú bætt við að bankinn muni fara fram á úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um stöðu Sveins Andra.

Enn sem komið er hefur Sveinn Andri ekki tjáð sig opinberlega um málið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -