Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-4.7 C
Reykjavik

The Walking Dead leikari fannst látinn í bifreið sinni: „Allir elskuðu Moses“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Banda­ríski leikarinn Moses J. Mosel­ey, fannst látinn í bif­reið sinni í Stock­brid­ge í Georgíu­ríki í Banda­ríkjunum síðast­liðinn mið­viku­dag. Er hann hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í uppvakningaþáttunum vinsælu, The Walking Dead. Grunur leikur á að hann hafi svipt sig lífi með skot­vopni.

Frétta­vefurinn TMZ greinir frá þessu.

Moseley var ekki stórstjarna en var duglegur að koma sér fram í hinum ýmsu þáttum. Lék hann meðal annars í nokkrum þáttum The Walking Dead þar sem hann var í hlutverki uppvaknings sem ein af aðal söguhetjum þáttanna og eðaltöffaranum Michonne, notaði sem hálfgert gæludýr. Moseley hóf leiklistaferilin árið 2009 en lék að mestu í hryllingsmyndum og þáttum.

„Allir elskuðu Moses. Hann elskaði að­dá­endur sína líkt og eigin fjöl­skyldu og vini og var alltaf spenntur fyrir því að komast í ­prufur og fá hlut­verk. Hann var þannig maður að það var alltaf hægt að hringja í hann ef maður þurfti að tala. Margir munu sakna hans innilega, fjölskylda hans, vinir og samstarfsfólk,“ segir Tabitha Michew, um­boðs­maður leikarans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -