Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Þegar Ísdrottningin mætti á klakann: „Myndarlegustu karlmenn sem ég hef hitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hver man ekki eftir Icey Spicy Leoncie sem tryllti lýðinn í fjöldi ára þar til hún nánast hvarf á einni nóttu? Þessi merka söngkona og dansari skemmti á árum áruð á hinum ýmsum klúbbum Reykjavíkur sem og úti á landi og kom fram í sjónvarpsþáttum á borð við Á tali hjá Hemma Gunn, breska X-factor og Popp Tíví. Hin síðari ár hafa listræn myndbönd hennar við stórsmelli hennar slegið rækilega í gegn á YouTube en ber þar helst að nefna Ást á pöbbnum, Viktor og Killer in the Park.

En hvenær kom þessi söngdíva fyrst fyrir sjónir Íslendinga? Það var árið 1982 þegar hún kom til landsins til að syngja í Glæsibæ. Tíminn tók fyrsta viðtalið við Leoncie en það var í október 1982. Þar talaði Leoncie um íslenska karlmenn, feril sinn í tónlist og tegund tónlistarinnar sem hún syngur. Hér má sjá viðtalið í heild sinni:

Indversk-portúgölsk söngkona í Glæsibæ: MYNDARLEGUSTU KARLMENN SEM ÉG HEF HITT

— segir söngkonan Leoncie Maria Martin um íslenska karlmenn „Ef ég fengi tækifæri. til að syngja með góðri íslenskri jass hljómsveit gæti ég vel hugsað mér að setjast að hérna á
íslandi. Eg hef verið búsett í Kaupmannahöfn í rúm tvö ár, á reyndar danskan eiginmann, en er orðin leið á Danmörku. Þar er svo mikið af fólki sem ber austrænt yfirbragð, að Danir vilja helst losna við það í kreppunni sem hrjáir þá núna. Hér á íslandi hef ég hrifist mjög af fólkinu, sérstaklega karlmönnunum, sem eru þeir kurteisustu og myndarlegustu sem ég hef hitt á ævinni.“

Sú sem talar heitir Leoncie Maria Martin, söngkona, sem er hálfur Indverji og hálfur Portúgali. Leoncie er nú stödd hér á landi á vegum veitingahússins Glæsibæjar, en þar kom
hún fram þrjú kvöld um síðustu helgi og mun verða þar aftur nú um helgina, föstudag, laugardag og sunnudag. Hvað rak þessa indversk-portúgölsku söngkonu til íslands? „Ég kynntist íslenskum mánni, Þorsteini Viggóssyni, i Kaupmannahöfn. Hann sagði mér talsvert frá landinu og ég varð mjög spennt, svo það varð úr að hann útvegaði mér starf í Glæsibæ. Að vísu var bara talað um að ég yrði hér í tvær vikur, en mér hefur líkað svo vel, að það kemur vel til greina að ég verði lengur. Kannski mun ég koma fram á Akureyri um þar næstu helgi,“ sagði Leoncie.

Mest sungið á Bahrain og Indlandi

„Þótt ég búi í Danmörku hef ég ekki komið mikið fram þar. Ég hef á undanförnum árum mest verið á ferðalögum. Ég hef verið talsvert í Austurlöndum nær, aðallega á Bahrain,
og í Indlandi. Það er sérstakt að koma fram í Mið-Austurlöndum. Þar hef ég sungið á klúbbum þar sem næstum eingöngu eru karlmenn, það sjást aðeins örfáar konur og þær sem sjást eru frá Vesturlöndum.“

- Auglýsing -

 Geturðu skilgreint músikina sem þú flytur?

„Ég syng og spila alla vega dægurtónlist, bæði eftir sjálfa mig og aðra. Ég hef líka mjög gaman af að syngja jass og þá sérstaklega jass með suður-amerískum áhrifum, bossa nova og samba. í Glæsibæ geri ég hvort tveggja, syng við eigin píanóleik og með hljómsveit hússins,“ sagði Leoncie.

Leoncie býr nú í Keflavík en hægst hefur á ferli hennar en hún gaf þó út plötu árið 2017 sem bar heitið Mr. Lusty.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -