Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Þegar Magnús hitti Sonju: „Ef hægt er að tala um ást við fyrstu sýn þá var það þarna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Ólafsson eða eins og X og Xennials kynslóðirnar þekkja hann best, Bjössi bolla, á afmæli í dag. Þessi ástsæli leikari og skemmtikraftur er 76 ára í dag.

Þó að Magnús sé kannski þekktastur fyrir Bjössa bollu hlutverkið, spannar ferill hans mýmörg eftirminnileg hlutverk á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpsþáttum. Nefna má til að mynda kvikmyndir á borð við Hvítir mávar, Karlakórinn Hekla, Benjamín dúfa og Djöflaeyjan en svo var hann fastagestur í Áramótaskaupinu á árum áður. Um þessar mundir er hann við tökur á nýrri kvikmynd eftir Hilmar Oddsson, Á ferð með mömmu þar sem Magnús leikur fanga.

Afmælisbarn dagsins er ekki einungis leikari heldur á hann nokkuð flottan tónlistarferil að baki líka. Í fjöldi ára ferðaðist Magnús um landið og skemmti fólki með Sumargleðinni og söng inn á plötu með þeirri ofurgrúppu. Þá gaf hann út þrjár plötur með Þorgeiri Ástvaldssyni og var áhafnarmeðlimur í Áhöfnin á Halastjörnunni. Einnig af Magnús út sólóplötuna Maggi með öllu árið 1988. Þá mun sjálfsagt margir af árþúsundakynslóðinni eftir Magnúsi á Latabæjarplötunum.

DV tók viðtal við Magnús árið 2014 þar sem hann meðal annars talar um það þegar hann hitti eiginkonu sína, Elísabetu Sonju Harðardóttur í fyrsta skiptið en þau hafa verið gift í rúmlega hálfa öld. Hér segir hann frá ást við fyrstu sýn:

„Við horfðumst í augu,“ segir hann og gerir örlítið hlé á máli sínu. „Þetta var svo skrýtið,“ segir hann og heldur áfram: „Það kom einhver neisti. Ef hægt er að tala um ást við fyrstu
sýn þá var það þarna. Þetta er stærsti lottóvinningurinn sem ég hef unnið í lífinu,“ segir hann með ástarglampa í augum. „Hún var eins og fegurðardrottning og ég var mjög hissa að ég skyldi ná í hana,“ segir hann. „Enda sagði ég bara já, já, já þegar hún vildi flytja í Hafnarfjörð þaðan sem hún er,“ segir hann

Mannlíf óskar Magnúsi innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -