Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þegar Pepsi blue var jóladrykkurinn og allir voru á MSN: 90’s nostalgía fyrir allan aurinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baksýnisspegillinn í kvöld mun án efa gleðja nokkur 90’s börn, og varpa ljósi á allt það sem var eitt sinn vinsælt en hefur nú fallið í gleymskunnar dá.

Sumir hafa eflaust saknað þess að fá sér Pepsi með vanillu bragði, nú eða Hi-C.

Byrjum þetta á MSN, hverjir muna ekki eftir þeim hausverk að velja réttu prófíl myndina?

Þá var úr mörgu að velja en gula baðöndin og hundurinn voru hvað vinsælust.

MSN öndin

Og auðvitað Pepsi blue og Pepsi twist; það jafnaðist ekkert á við það að skella í sig köldu glasi af Pepsi með sætu aukabragði á hlýjum sumardegi, eða hvað?

Pepsi blue var hinsvegar jóladrykkur. Jóladrykkur kæri lesandi.

Sumir muna eflaust eftir bragðinu af Tattú tyggjói, þegar þeir sjá þessa mynd.

- Auglýsing -

Tattúið var ekki síður vinsælt en tyggjóið sjálft.

Tyggjó tattú

Svo voru það piparpúkarnir, en það veit enginn hvers vegna þeir voru teknir úr framleiðslu og þar með úr verslunum, enda mjög vinsælt sælgæti á tíunda áratug síðustu aldar; þrátt fyrir töluvert vesen með duftið utan á þeim sem festist við allt.

Margir sakna piparpúkanna

Á einhverjum tímapunkti á þessum frábæra áratug áttu svo gott sem allir Leiser, sem var ekkert annað en undratæki: Hvort sem þú lýstir inn um gluggann hjá nágrannanum eða í augað á systkini þínu, leiserinn klikkaði ekki.

- Auglýsing -
Klassík

Gamli trúðaísinn með flautunni og tyggjókúlunni í botninum var fáŕánlega vinsæll; bæði ísinn sjálfur og ekki síst gömlu góðu ís-auglýsingarnar.

Tyggjó í botninum og flauta

Idolið var svo vinsælt að þau gáfu út Idol plötu.

Idol platan

Allir sem muna þennan áratug vel hljóta að muna eftir því þegar fólk labbaði út í sjoppu og valdi sér nammi í grænan poka. Það var hið eina sanna bland, í poka.

Tvo sveppi, þrjár stjörnur..

Plast-armbönd í öllum litum voru eftirsótt skart sem hægt var að nota öll tækifæri, og svo var hægt að bítta, sem var mjög vinsælt. Algjörlega geggjaður og ógleymanlegur áratugur.

Gullfallegt

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -