Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þeir smituðu komu frá Kaupmannahöfn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Af þeim 927 sýnum sem rannsökuð voru við landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli í gær reyndust tvö sýni jákvæð af COVID-19. Þeir smituðu voru að koma frá Kaupmannahöfn.

Annar þeirra smituðu er erlendur ríkisborgari, hinn er Íslendingur og er ekki mikið veikur að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis.

Þórólfur minnti á að „hættan væri rétt handan við hornið“ á upplýsingafundi nú síðdegis. Hann minnti á að fólk ætti ekki að faðma vini og fjölskyldumeðlimi við komuna til landsins. Hann ráðleggur fólki að bíða með að faðma fólk þar til niðurstöður skimunar hafa skilað sér.

Mynd / Lögreglan

Víðir Reynisson tók undir og biður fólk um að haga sér eins og það sé smitað þar til annað kemur í ljós í niðurstöðum skimunar.

Hann sagði þessi tvö smit sýna mikilvægi þess að skima þá sem koma til landsins á Keflavíkurflugvelli.

Sjö staðfest virk smit eru í samfélaginu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -