Af þeim 927 sýnum sem rannsökuð voru við landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli í gær reyndust tvö sýni jákvæð af COVID-19. Þeir smituðu voru að koma frá Kaupmannahöfn.
Annar þeirra smituðu er erlendur ríkisborgari, hinn er Íslendingur og er ekki mikið veikur að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis.
Þórólfur minnti á að „hættan væri rétt handan við hornið“ á upplýsingafundi nú síðdegis. Hann minnti á að fólk ætti ekki að faðma vini og fjölskyldumeðlimi við komuna til landsins. Hann ráðleggur fólki að bíða með að faðma fólk þar til niðurstöður skimunar hafa skilað sér.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/06/16062020_blmf_1-1001x580-1.jpg)
Víðir Reynisson tók undir og biður fólk um að haga sér eins og það sé smitað þar til annað kemur í ljós í niðurstöðum skimunar.
Hann sagði þessi tvö smit sýna mikilvægi þess að skima þá sem koma til landsins á Keflavíkurflugvelli.
Sjö staðfest virk smit eru í samfélaginu.