Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Þekkt vörumerki loka þúsundum verslana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Smásölumarkaðurinn vestanhafs gengur nú í gegnum miklar breytingar. Nokkur vel þekkt fyrirtæki hafa lýst yfir gjaldþroti á meðan önnur fyrirhuga að loka þúsundum verslana. Það sem af er þessu ári hafa fleiri verslanir lokað en allt árið í fyrra.

Hrina gjaldþrota gengur nú yfir á smásölumarkaði í Bandaríkjunum að því er fram kemur á vef CNN. Þekkt vörumerki á borð við Payless. Gymboree, Charlotte Russe og Shopko hafa öll farið fram á gjaldþrotaskipti. Þessi fyrirtæki munu þurfa að loka 3.720 verslunum. Payless eitt og sér mun loka 2.100 verslunum.

Önnur fyrirtæki eru í óða önn að loka ósjálfbærum einingum. Á þessu ári hefur 5.994 verslunum verið lokað samanborið við 5.864 allt árið í fyrra.

Family Dollar, GNC, Walgreens, Signet Jewelers, Victoria´s Secret og JC Penney eru sögð glíma við rekstrarvanda og hyggjast loka hundruðum verslana. Meira að segja risar á borð við Target og Walmart eru að draga saman seglin rétt eins og Nordstrom, Kohl´s og Macy´s.

Þetta er einungis forsmekkurinn að því sem koma skal því áætlað er að alls muni 75 þúsund verslanir loka fram til loka árs 2026. Ástæðan er fyrst og fremst aukin netverslun. Í dag 16 prósent viðskipta í smásölu fram í gegnum netið en árið 2026 er áætlað að hlutfallið verði komið upp í 25 prósent.

Samkvæmt spám munu ríflega 2.600 nýjar verslanir opna í ár. Eru það fyrst og fremst lággjaldaverslanir á borð við Dollar General, Ollie´s Bargain Outlet, Five Below, Aldi og Lidl sem hyggjast færa út kvíarnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -