Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Theódóra var í einangrun í 7 vikur með COVID-19: „Ég veit ekki hvenær ég verð heil aftur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Theodóra Mýrdal veiktist af Covid-19 í fyrstu bylgju síðasta vetur. Hún lagðist inn á gjörgæslu 21. mars og lá í kjölfarið í einangrun í sjö vikur vegna veikindanna. Theodóra glímir enn við afleiðingar veirunnar og biður fólk um að vera ekki rasshausar með því að kvarta undan þríeykinu.

Þetta segir Theodóra í færslu sinni á Facebook. „Já ég var í einangrun í 7 vikur. Verkirnir sem ég upplifði voru bein- og vöðvaverkir af öðrum heimi. Mér leið eins og það væri verið að rífa mig í sundur. Ég missti allt bragðskyn og lyktarskyn. Ég missti röddina vegna gífurlegrar hálsbólgu og gat varla kyngt. Var með stöðugan höfuðverk allan tímann og hann fæ ég ennþá í dag. Ég var svo lasin að ég hafði varla orku að fara á klósett, ég mæddist við það að klæða mig. Hóstinn var svo mikill að ég bjóst alveg við að sjá lungun mín koma með í einu kastinu,“ segir Theodóra. 

„Mér leið eins og það væri verið að rífa mig í sundur.“

Theodóra segir covid-19 veiruna óútreiknanlega og það hafi oft komið fyrir að hún taldi sig hafa jafnað sig. En allt kom fyrir ekki. „Klukkustund síðar lá ég með svo mikla beinverki og vanlíðan, eins og ég væri með 40 stiga hita. Alveg eins og veiran er óútreiknanleg þá eru eftirköstin ekkert betri. Ég er núna með lungnateppu og þarf að taka sterapúst á morgnana og kvöldin og inn á milli þarf ég að pústa mig. Fæ astmaköst upp úr þurru. Ef ég geri „of mikið“ yfir daginn fæ ég „covid19″ einkenni eins og beinverki og höfuðverk. Ég glími við mikinn einbeitingarskort (sem er ekki gott í minni vinnu né námi) og eftir vinnu þá kem ég heim úrvinda. Ég verð þreytt á núll einni…það er bara eins og einhver sé með takka og ýti á hann.“

Theodóra telur sig samt vera heppna því ekki hafi hún endað í öndunarvél á gjörgæslu. Hún hefur ítrekað leitað til lækna eftir aðstoð við eftirköstum covid-19 en fær fá svör. „Ég veit ekki hvenær ég verð heil aftur. Ef ég fer til læknis til að fá hjálp, fæ ég iðurlega þessi svör „ég veit ekkert“ eða „þú verður bara að vera þolinmóð“. Ég er EKKI með mótefni en læknar segja að T frumurnar mínar séu búnar að mynda ónæmi og því ætti ég ekki að veikjast aftur. En ég verð samt að segja að ég hræðist þetta dálítið, því það er enginn viss hvernig þessi veira hagar sér,“ segir Theodóra og bætir við:

„Ekki vera rasshaus og kvarta og kveina yfir aðgerðum þríeykisins og ríkisstjórnarinnar, vertu þakklát/ur því trúðu mér ef þú veikist og færð sömu eftirköst og ég þá ert þú kannski ekkert á leiðinni í ræktina næstu mánuðina af sama krafti og núna. Notaðu grímu, þvoðu hendur, sótthreinsaðu þær og haltu 2 metra reglu! Þetta eru engin geimvísindi!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -