- Auglýsing -
Japanski Twitter-notandinn Mttkmsan ákvað í sakleysi sínu um daginn að birta mynd af ketti nágranna síns er hann var að teygja sig í svefni.
Þessi mynd Mttkmsan fór heldur betur eins og eldur um sinu í japanska Twitter-samfélaginu og er það nú orðið gríðarlega vinsælt þar í landi að birta myndir af kisum að teygja sig á samfélagsmiðlinum.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þessum ofurkrúttlegu myndum, en vefsíðan Bored Panda tók saman fleiri myndir sem hægt er að skoða hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -