Í tilkynningu frá Síldarvinnslunni hf segir að fréttir um að framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafði beðið Samherja um ráð til að blekkja út veiðiheinildir séu byggðar á misskilningi.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, óskaði eftir leiðbeiningum frá stjórnendum Samherja varðandi það hvernig blekkja mætti Grænlendinga til að komast yfir veiðiheimildir og velvild heimamanna. Fréttablaðið segir frá þessu og vísar í tölvupóst frá Gunnþóri til til Aðalsteins Helgasonar, Jóhannesar Stefánssonar og annars starfsmanns Samherja.
Síldarvinnslan hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að um villandi og rangan fréttaflutning sé að ræða.
„Þessi frétt er algjörlega röng og í reyndinni merkilegt hvernig blaðamaður getur lesið þetta út úr þeim tölvupósti sem vitnað er til,“ segir meðal annars í tilkynningunni.
Þar segir einnig að tölvupósturinn hafi einfaldlega snúist um að fá ráð hvað uppbyggingu og rekstur vinnslufyrirtækja varðar en að samskiptin hafi verið slitin úr samhengi.