Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Þessi lífsreynsla hefur gjörbreytt mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kynferðisbrotamál hafa verið mikið í umræðunni síðustu ár og Sigurþóra Bergsdóttir sem er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs hefur tekið virkan þátt í þeirri umræðu. Hún hefur ákveðnar væntingar til þess að málaflokkurinn muni breytast til hins betra.

„Stýrihópur forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur varðandi kynferðislegt ofbeldi er að vinna skýrslu um þessi mál en Svala Ísfeld Ólafsdóttir, sem vakið hefur athygli á stöðu brotaþola, er meðal annarra í hópnum,“ segir Sigurþóra. „Niðurstöður skýrslunnar og tillögur til úrbóta gætu leitt til breytinga á gildandi löggjöf og lagaframkvæmd. Ég veit ekki hvernig útfærslan verður en þetta miðar að því að þolendur kynferðisbrotamála verði aðilar að málum, fái aðgang að gögnum og geti fengið upplýsingar um gang mála. Eins varðandi niðurfellingarnar að þá hefur verið í gangi tilraunaverkefni á Akureyri þar sem niðurfellingar eru tilkynntar í viðtali en ekki bara með bréfi inn um lúguna sem er auðvitað hræðileg vinnuregla sem ég get ekki skilið hverjum datt í hug að framkvæma með þeim hætti. Það er svo galið.”

Þegar það versta sem getur gerst, gerist
Sjálf missti Sigurþóra son sinn úr sjálfsvígi eftir að hann varð fyrir kynferðisofbeldi og segir meðal annars í viðtalinu við Mannlíf að þessi lífreynsla hafi gjörbreytt henni. „Það hefur stundum verið haft á orði við mig og ég held að það sé rétt að „gamla Siggan hafi soldið komið aftur“, að ég hefði fundið aftur kjarnann í sjálfri mér. Maður nefnilega breytist í gegnum lífið en við þetta áfall sem ég fór í gegnum missti ég aðeins meðvirknina sem ég var búin að koma mér upp í gegnum árin.

Þegar maður stendur í þeim sporum að það versta sem getur gerst hefur gerst þá missir maður getuna til þess að reyna að eltast við það sem öðrum finnst. Ég fór að segja já og meinti já, sagði nei og meinti nei. Án þess að hafa samviskubit yfir því. Vonandi er þannig betra að eiga í samskiptum við mig þegar fólk veit nákvæmlega að hverju því gengur, án þess að ég sé með einhver leiðindi,“ segir Sigurþóra og brosir út í annað og bætir við að líkast til sé hún hugrakkari í dag. „Ég hefði aldrei farið af stað með eitthvað svona hérna áður,“ og þá þar við Bergið Headspace sem hún vinnur nú hörðum höndum að koma á laggirnar.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -