Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Þessir eiga fyrstir að fá bóluefni gegn Covid-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú þegar er til ráðgefandi listi yfir þá forgangshópa við bólusetningu fyrir kórónaveirunni. Þar eru heilbrigðisstarfsmenn efstir á listanum ásamt fólki í áhættuhópum, sér í lagi þeir sem eldri eru.

Þennan lista birti Alþjóðaheilbrigðmálastofnuninn í október. Vísir greindi frá. Listinn gerir ráð fyrir þremur mismunandi sviðsmyndum eftir því hvernig staðan á faraldrinum er hverju sinni. Listinn er gerðir til þess að ríki heims geti stuðst við þegar öruggt bóluefni verður klár.

Eins og fram hefur komið er komið fram bóluefni, frá lyfjafyrirtækni Pfizer, sem talið er veita 90 prósent vörn gegn veirunni skæðu. Vonir standa til að fyrstu skammtarnir verði klárir í kringum áramót. Þá er bara stóra spurningin hverjir eigi að fá fyrstu skammtana.

Framlínustarfsfólk og fólk í áhættuhópum eru fremstir á blaði. Svona lítur forgagnslistinn út eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninn sér þetta fyrir sér.

Fyrsti hópur: 

  • Heilbrigðisstarfsmenn sem eru í mikilli smithættu.
  • Starfsmenn við landamæraskimun og fólk sem sinnir viðbragði við faraldrinum.
  • Fólk í áhættuhópi vegna aldurs. Aldursviðmið skuli hvert ríki ákveða.
  • „Framlínuferðalangar“ sem eiga á hættu að smitast í útlöndum og bera veiruna inn í landið, til dæmis námsmenn, farandverkamenn, fólk í viðskiptaerindum og hjálparstarfsmenn.

Annar hópur: 

- Auglýsing -
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem sinna bólusetningum.
  • Eldri einstaklingar sem ekki falla undir áðurnefnda hópinn.
  • Einstaklingar sem teljast í áhættuhópi vegna undirliggjandi sjúkdóma.
  • Þjóðfélagshópar sem teljast í áhættuhópi vegna alvarlegra sjúkdóma, til dæmis hópar sem mismunað er vegna kynþáttar, kyns, trúar eða kynferðis. Fatlað fólk, sárafátækt fólk, heimilislausir og flóttamenn.
  • Kennarar og starfsfólk skóla sem teljast framlínustarfsmenn, til dæmis leikskólakennarar og kennarar barna sem erfitt er að kenna í fjarkennslu eða að uppfylltum fjarlægðarmörkum.

Þriðji hópur

  • Heilbrigðisstarfsfólk sem telst í lítilli til miðlungs smithættu.
  • Aðrir framlínustarfsmenn utan heilbrigðisstétta, til dæmis lögreglumenn og starfsmenn í matvælaiðnaði.
  • Aðrir kennarar og starfsfólk skóla.
  • Ófrískar konur.
  • Starfsmenn við framleiðslu á bóluefni.
  • Þjóðfélagshópar og starfsstéttir sem lifa eða starfa þar sem erfitt getur verið að halda fjarlægðarmörk og teljast þannig í meiri smithættu en aðrir, til dæmis fangar, íbúar á heimavistum og í fátækrahverfum, heimilislausir. Þessa hópa skilgreini hvert ríki fyrir sig.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -