Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Þetta er eitt hættulegasta fjall Íslands: „Það getur orðið vesen“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjallið sem markar vesturenda jarðskjálftasvæðisins hefur ekki verið mikið í umræðunni hingað til. Þetta er Sýlingafell og stendur við hlið Þorbjarnarsem var í umræðunni fyrr á árinu vegna landriss og óróa. Grindavíkurvegurinn liggur á milli þessara fjalla.

Sýlingafell verður að teljast eitt hættulegasta fjall landsins í þessum skrifuðum orðum. Það lætur ekki mikið yfir sér, aðeins 197 metra hátt, en er í senn formfagurt og skemmtilegt til gönguferða. Efst er gígur og á toppnum má sjá gamalt varðbyrgi. Stóra-Skógfell er næsta fjall að austan-verðu. Samgróið Sýlingafelli er Hagafell með sína frægu Gálgakletta. Skammt undan er svo Bláa lónið. Tilvalið er fyrir göngufólk að bregða undir sig betri fætinum og ganga á Sýlingafell þegar róast í jörðu niðri. En eins og staðan er núna er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli í bröttum hlíðum.

Íbúar á Reykjanesi eru frekar rólegir þrátt fyrir öll lætin. Þagar skjálftarnir gengu yfir í morgun yfirgáfu margir skrifstofur sínar. Þetta á meðal annars við um sex hæða skrifstofubyggingu í Krossmóum. Miklir glergluggar þekja bygginguna og yfirgáfu margir húsið á meðan mestu lætin gengu yfir.

Skrifstofuhúsið í Krossmóum í Reykjanesbæ nötraði. Fólk þusti út þegar skjálftinn reið yfir.
Mynd: GG

Enginn veit hver framvindan verður. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands vildi ekki útiloka eldgos en sagði við Rás 2 að það yrði aldrei mjög umfangsmikið.

Allt getur gerst.

„Það er allt á iði úti á Reykjanesskaga eins og er,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur við Rás 2. Hann segir aðskjálftarnir sem gengu yfir væri svokallaðir gikksjálftar þar sem stóri skjálftinn hleypir af stað fleiri skjálftum. Hann sagðist aldrei hafa séð Reykjanesskagann í þessum ham fyrr en 800 ár liðin frá síðasta eldgosi.  Gos á Reykjanesskaga eru að hans sögn yfirleitt ekki stór gos. Afleiðingarnar yrðu helst að vegir fari í sundur, línur slitnuðu og truflanir á vatnsveitum. „Það getur orðið vesen,“ sagði Páll. Óstöðugleikinn nú nær yfir stórt svæði eða um 20 kílómetra frá Sýlingafelli að Kleifarvatni.

Enginn veit hvað mun gerast í framhaldinu eða hverjar afleiðingar jarðhræringanna verða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -