Egypska Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku máls þeirra. Mál fjölskyldunnar fékk mikla athygli í fjölmiðlum og nú hefur baráttan fyrir áframhaldandi veru hennar skilað sigri.
Þetta er fólkið sem bjargaði fjölskyldunni.
Baráttukonan Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur, hefur staðið þétt við bakið á egypsku fjölskyldunni. Hún fagnaði mjög þegar dvalarleyfið var staðreynd. „Börnin eru komin með vernd á Íslandi! Egypsku systkinin Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi ásamt foreldrum sínum. Þau eru komin í skjól, þau eru örugg, þau eru frjáls. Réttlætið og samstaðan hefur sigrað. Ég er orðlaus,“ sagði Sema Erla í færslu á Facebook.