Þjóhátíðarnefnd ÍBV hefur ákveðið að Ingó veðurguð muni ekki koma fram á Þjóhátíð í ár. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að ríflega 130 konur sendu undirskriftarlista þar sem þess var krafist að Ingó verðurguð yrð settur af sem stjórnandi brekkusöngs Þjóðhátíðar í ár.
Krafan kom í kjölfar myndbandaraðar á samfélagmiðlinum TikTok þar sem hátt í 30 konur greina frá ofbeldi og kynferðisáreitni af hendi „veðurguðs” en er Ingó ekki nafngreindur. Sumar konurnar segjast hafa verið undir lögaldri þegar meint ofbeldi átti sér stað. Allar færslunar eru nafnlausar. Fleiri frásagnir er að finna á öðrum samfélagsmiðlum.
Ein frásagnanna er eftirfarandi:
„Ég var í 8. bekk þegar ég fór á grunnskólaball sem hann var að spila á. Eftir ballið fór af stað lygasaga að ég hefði sofið hjá honum. Ég neitaði því við alla. Nokkrum dögum eftir ballið fékk ég skilaboð frá honum þar sem hann spyr hvort ég sé að dreifa þessum sögum. Ég neita fyrir það og hann spyr þá hvort við eigum ekki að gera þessa lygasögu sanna. Mér fannst það mjög spennandi og hann kom heim til mín og sótti mig og við sváfum saman síðan skutlaði hann mér heim.”
Fljótlega eftir að Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti að Ingó myndi ekki aðeins stýra brekkusöngnum í ár heldur einnig vera í stærra hlutverki en áður reis hópur 130 kvenna upp og sendu inn áskorun til nefndarinnar um að endurskoða ráðningu Veðurguðsins. Nú liggur fyrir að nefndin hefur dregið ráðninguna til baka. Tilkynning nefndarinnar er svohljóðandi:
„Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu.“
Meðlimir Þjóhátðarnefndar, fimm karlmenn og ein kona, eru þau Hörður Orri Grettisson, formaður, Jónas Guðbjörn Jónsson, Sigurjón Viðarsson, Bragi Magnússon, Sigríður Inga Kristmannsdóttir og Haraldur Pálsson. Í greinina vantar mynd af Braga Magnússyni.
Sjálfur hefur Ingó fullyrt að ekkert sé til í þessum frásögnum, hann upplifi þetta sem árás á sig sem sé hafin að hafa áhrif jafnt á atvinnu hans og fólkið sem hann þekki. Hann hyggst leita réttar síns.
Mannlíf hefur ítrekað reynt að ná tali af Ingó án árangurs.
‘
Eftirfarandi konur skrifuðu undir beiðnina um að Ingó kæmi ekki fram:
Ólöf Tara Harðardóttir
Hulda Hrund Sigmundsdóttir
Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir
Helga Benediktsdóttir
Ninna Karla Katrínardóttir
Anna Sonde
Aðalheiður Fríða Hákonardóttir
Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir
Elín Hulda Harðardóttir
Birgitta Sigurðardóttir
Sigrún Huld Skúladóttir
Steinunn Hákonardóttir
Elsa Björk Harðardóttir
Helga Vala Garðarsdóttir
Særún Ösp Þorláksdóttir
Inga Rós Vatnsdal
Eyrún Eva Gunnarsdóttir
Fjóla Heiðdal
Tinna Haraldsdóttir
Ingveldur Gísladóttir
Kristín Jónsdóttir
Ragna Björk Ragnarsdóttir
Ólína Lind Sigurðardóttir
Jóhanna Perla Gísladóttir
Sólrún Einarsdóttir
Helga Ólöf
Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir
Halldóra Jónasdóttir
Silja Ástudóttir
Sigrún Ósk Arnardóttir
Matthildur G. Björk Einarsdóttir
Helga Gestsdóttir
Inga María Ólafsdóttir
Særún Magnea Samúelsdóttir
Annie Marín Vestfjörð
Hafdís Erla Jónudóttir
Friðgerður Ósk Jóhannsdóttir
Júlía Garðarsdóttir
Arna Björk Hafberg Gunnarsdóttir
Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir Âû
Sara Björk Biering
Þórhildur Löve
Anna Lind Vignisdóttir
Birta Guðmundsdóttir
Kristrún Ýr Einarsdóttir
Emma Ásudóttir Árnadóttir
Lóa
Fanný Rósa Bjarnadóttir
Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir
Edith Bech
Katrín Stefanía Klemenzardóttir
Ingibjörg Eyfjörð Hólm
Bylgja Júlíusdóttir
Ásta Þórisdóttir
Ásdís Virk Sigtryggsdóttir
Melkorka Huldudóttir
Oddrún Ólafsdóttir
Rakel Steinberg Sölvadóttir
Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir
Sunneva Holm
Freyja Fannberg Þórsdóttir
Kristín Elfa Guðnadóttir
Tanja Andersen Valdimarsdóttir
Kristín Erla Benediktsdóttir
Sandra Rut Skúladóttir
Elva Dögg Blumenstein
Kristbjörg Sigtryggsdóttir
Hallveig Hörn
Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir
Hildur Guðbjörnsdóttir
Sjöfn Friðriksdóttir
Birgitta Rós Björnsdóttir
Gerður Yrja Ólafsdóttir
Sigurlaug Lára
Hildur Sigurðardóttir
Erla Einarsdóttir
Sigrún Sól Ólafsdóttir
Eyrún Eva Gunnarsdóttir
Sigrún Huld
Ásdís Ágústsdóttir
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir
Margrét Heiður Jóhannsdóttir
Elísabet Kristjánsdóttir
Karin Eva Hermannsdóttir
Sunna Björg
Elín Kona Eddudóttir
Rebekka Rosinberg
Ragna Björg Björnsdóttir
Elísa Snæbjörnsdóttir
Kristín Stefánsdóttir
Þórunn Vignisdóttir
Sigrún Fanney
Freydís Dögg Steindórsdóttir
Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir
Helena Þóra Kærnested
Edda Rún Aradóttir
Dóra Dögg
Erna Sigrún
Eija Jansdotter
Magnea Jónasdóttir
Urður Bergsdóttir
Steinunn Diljá Högnadóttir
Sigríður Ása
Kolbrún Jónsdóttir
Anna Linda Matthiasdóttir
Ragnheiður H B Hafsteinsdóttir
Tinna Eik Rakelardóttir
Klara Mist Pálsdóttir
Maggý Helga Jóhannsdóttir Möller
Ragnhildur Erla Þorgeirsdóttir
Þórhalla Bjarnadóttir
Sóley Tómasdóttir
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir
Sigurrós Yrja Jónsdóttir
Hrafnhildur Snæbjörnsdóttir
Silja Ástudóttir
Helga Sara Henrysdóttir
Kolbrún Erna Pétursdóttir
Eva Dögg Jóhannesdóttir
Kristín Inga Jespersen
María Rut Hinriksdóttir