Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

„Þetta er fyrsta gjöf barnsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsta gjöf barnsins er komin í hús.

Tilkynning frá Kensington-höll þess efnis að Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eigi von á barni í vor var send út í gær. Þrátt fyrir að aðeins rúmur sólarhringur sé frá því að tilkynningin var send út eru þau strax byrjuð að fá gjafir handa ófædda barninu.

Harry og Meghan eru í opinberri heimsókn í Ástralíu og áttu fund með hershöfðingjanum Peter Cosgrove og eiginkonu hans, Lady Lynne Cosgrove, í Sidney. Cosgrove-hjónin færðu þeim að því tilefni keingúrubangsa og lítil stígvél frá ástralska merkinu Ugg.

„En sætt. Þetta er fyrsta gjöf barnsins,“ sagði hertogaynjan þegar hún tók við gjöfinni.

Þess má geta að Harry og Meghan eru í sextán daga heimsókn í Ástralíu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -