Fimmtudagur 24. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Þetta er megrunarlyfið sem Íslendingar sprauta sig með

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf birti fyrr í dag grein um lyfið Saxenda sem virðist vera að tröllríða öllu sem nýjasta megrunaræðið. Við höldum áfram að fjalla um málið. Það vekur ugg hve auðvelt reynist að nálgast lyfið og hvorki er lyfið öruggt vegna lítilla og fremur ómarktækra rannsókna sökum meðal annars mikils  brottfalls úr rannsóknunum auk þess sem einungis eru um skammtíma rannsóknir að ræða sem gerðar hafa verið.

 

Hvað er Saxenda ?

Inni á Lyfja.is, lyfjabók, má finna eftirfarandi útskýringar á lyfinu :

„Saxenda er lyf sem stuðlar að þyngdartapi og inniheldur virka efnið liraglútíð. Það er líkt náttúrulega hormóninu GLP-1 sem er losað úr þörmum eftir máltíð. Saxenda virkar með því að hafa áhrif á viðtaka í heilanum sem stjórna matarlystinni og veldur því að þú finnur fyrir seddutilfinningu og minna hungri. Þetta getur hjálpað þér við að borða minna og draga úr líkamsþyngdinni. Við hverju Saxenda er notað Saxenda er notað til að draga úr þyngd til viðbótar við mataræði og hreyfingu hjá fullorðnum, 18 ára og eldri, sem eru með BMI 30 eða hærri (offita) eða BMI 27 til lægri en 30 (ofþyngd) og þyngdartengd heilsufarsvandamál (t.d. sykursýki, háan blóðþrýsting, óeðlilegt fitumagn í blóði eða öndunarvandamál í svefni sem kallast „teppukæfisvefn“).

Líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index, BMI) er mælikvarði á þyngd þína í hlutfalli við hæðina. Þú átt einungis að halda áfram notkun Saxenda ef þú hefur misst a.m.k. 5% upphaflegrar líkamsþyngdar eftir 12 vikur á skammtinum 3 mg/sólarhring (sjá kafla 3). Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú heldur áfram. Mataræði og hreyfing Læknirinn mun setja þig á sérstakt mataræði og æfingaáætlun. Haltu þig við áætlunina meðan þú notar Saxenda.“

- Auglýsing -

Of auðvelt að nálgast lyfið

Það sem er skrítið og vekur ugg, er fólk sem fellur ekki undir þau ströngu viðmið sem eiga að vera forsenda þess að þú fáir lyfið uppáskrifað. Það eru mörg tilfelli þess að fólk sem vill losa sig við örfá kíló fái lyfið upp á skrifað hjá læknum. Fólk ætti ekki að ganga út með þetta lyf nema það sé spurning um ógnandi heilsufarslega þætti sem eru til staðar eða gætu skapast. Fólk sem gæti hugsanlega flokkast með fáein aukakíló er varla með offituvanda né undirliggjandi sjúkdóma sem þurfa að vera til staðar. Það er enginn efi á því að fólk í mikilli yfirþyngd og fólk sem er of þungt og jafnvel komið með fylgikvilla, þarf á svona inngripi að halda og það geti jafnvel gagnast þeim til þess að öðlast heilbrigðara líf, málið snýst síður en svo um það.

- Auglýsing -
Slagorðið sem framleiðendur Saxenda notast við

Ekki einfalt né öruggt

Lyfið Saxenda er mjög dýrt lyf og það gilda strangar kröfur svo lyfið fáist endurnýjað. Borið hefur á því í fjölmiðlum upp á síðkastið að fólk sem er að fá neitun um áframhaldandi uppáskrift er ekki ánægt með Sjúkratryggingar Íslands. Þær eru þó að setja upp raunhæfar kröfur um áframhaldandi meðferð á fokdýru lyfi. Það er líka stór hópur fólks sem er á lyfinu án nokkurrar niðurgreiðslu og er þá hver útleystur skammtur að kosta um 50.000 krónur, hann dugar að jafnaði í mánuð. Það er líka þekkt að lyfið hreinlega hætti að virka en í sumum tilfellum er hægt að stoppa meðferðina og byrja aftur, endurræsa hana en það virkar alls ekki alltaf. Það eru líka til fjölmörg dæmi þess að fólk þyngist af lyfinu í stað þess að léttast.

 

Bæði konur og karlar nota lyfið en konur virðast þó vera í miklum meirihluta notenda. Hér að neðan má sjá ummæli bæði karla og kvenna sem hafa reynslu af lyfinu Saxenda.

Ég þurfti að hætta eftir 10 daga fékk svo miklar aukaverkanir

Ég þoldi ekki lyfið

Ég þurfti að hætta vegna þess að blóðþrýstingurinn hækkaði mikið

Ég greiði fullt verð fyrir lyfið, alveg 50.000 krónur og auka nærri 10.000 krónur á mánuði fyrir lyfið en það er lítið að gerast. Ég held ég ætli ekki að halda áfram þetta er svo dýrt og þetta veldur mér mikilli ógleði.

Ég er mjög sátt enda búin að missa 3 kíló rúmlega á nærri þremur mánuðum

Sorrý, ekki þess virði

Meira að segja ég lét glepjast, ég veit að svona lausnir virka ekki

Er sátt með minn árangur hef verið á lyfinu í fjóra mánuði og er búin að missa um 11 kíló

Framleiðandi Saxenda tekur eftirfarandi fram um lyfið:

The most common Saxenda® side effects are:

  • nausea
  • diarrhea
  • constipation
  • headache
  • vomiting
  • low blood sugar (hypoglycemia)
  • decreased appetite
  • upset stomach
  • tiredness
  • dizziness
  • stomach pain
  • change in enzyme (lipase) levels in your blood

Serious side effects may happen in people who take Saxenda®, including:

Possible thyroid tumors, including cancer. Tell your health care professional if you get a lump or swelling in your neck, hoarseness, trouble swallowing, or shortness of breath. These may be symptoms of thyroid cancer. In studies with rats and mice, Saxenda® and medicines that work like Saxenda® caused thyroid tumors, including thyroid cancer. It is not known if Saxenda® will cause thyroid tumors or a type of thyroid cancer called medullary thyroid carcinoma (MTC) in people.

Do not use Saxenda® if you or any of your family have ever had MTC, or if you have an endocrine system condition called Multiple Endocrine Neoplasia syndrome type 2 (MEN 2).

 

Mannlíf mun áfram birta fleiri greinar sem sýna fram á virkni Saxenda, upplýsa betur um þetta nýja megrunaræði og ræða við fólk um afleiðingarnar.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -