Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir ósvífni Samherja eiga sé engin takmörk. Hann deilir frétt Kjarnans um að Samherji og tengd félög eigi nú 17,5 prósent af heildarkvóta á landinu. Lög eru samt skýr og segja að einn aðila megi ekki eiga meira en 12 prósent.
Kristinn segir þetta sýna vel hvað Samherja finnst um þjóðina. „Lögin eru skýr. Einn aðili má ekki fara með meira en 12% af heildarkvóta. Samherji leikur sér að því að fara á svig við vilja löggjafans og þjóðarinnar og segir að félagið sem það á 49,9% í sé ótengdur aðili. Kynnir fyrirtækið samt í útlöndum sem hluta eigin samstæðum,“ segir Kristinn.
Hann segir þetta nánast ögrun. „Þetta er stærsta „fuck you“ merki sem nokkur á Íslandi hefur sent Alþingi og þjóðinni á síðari tímumn. Ögrunin er alger. Brotaviljinn einbeittur. Ósvífnin ótakmörkuð. Þjóðin er með þessa uppsperrtu löngutöng í andlitinu öllum stundum, alla daga ársins.“