Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Þetta er það sem Aron fyrirliði er sakaður um – Lestu hræðilegar lýsingar meints þolanda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég ligg andvaka, get ekki hætt að hugsa um alla sem hafa þurft að upplifa það sama og ég. Upplifa skömm, reiði, sorg, uppgjöf, vantrú á sínar eigin tilfinningar og upplifanir“.

Á þessum orðum hefst frásögn konu sem steig fram í sumar með opinni færslu sem fórnarlamb kynferðislegrar misnotkunar af hendi tveggja þekktra íslenskra manna og er annar hinna meintu ofbeldismanna þjóðþekktur að hennar sögn. Mannlíf greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt heimildum Mannlífs hafa þeir báðir leikið fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Konan treystir sér hins vegar hvorki til að nafngreina þá né koma fram undir nafni.

Sjá einnig: Segir tvo þjóðþekkta Íslendinga hafa nauðgað sér ítrekað: „Ég skila skömminni, FOKKIÐ YKKUR “

Konan segir að atvikið hafi átt sér stað árið 2010 af tveimur íslenskum mönnum og það hafi átti sér stað erlendis. Hún segist hafa verið að skemmta sér og hefur þá grunaða um að hafa sett eitthvað út í glasið sitt. „Ég ældi yfir annan þeirra í leigubílnum á leið á hótelið þeirra, svo aftur í rúmið á hótelinu en þeir létu það ekki stoppa sig og skiptust á að nauðga mér þar sem ég lá í rúminu ber að neðan með ælu í hárinu, andlitinu og fötunum“.

   

Konan segir frá því að það fyrsta sem annar mannanna hafi sagt við hana daginn eftir hafi verið „Vóóó ekki kæra mig fyrir nauðgun“ og hló. Hún segir að þó það séu nærri liðin 11 ár frá atvikinu komi ekki sá dagur að þetta skjóti ekki upp kollinum í huga hennar. „Þetta rændi mig svo mörgu. Sjálfstraustinu, gleðinni, tækifærum og upplifunum“.

- Auglýsing -

Þá segir konan að staðið hafi til að kæra mennina og hún var komin með lögfræðing, fór í skýrslutöku hjá lögreglu en hvar sem hún kom var henni tjáð það að þetta væri mjög erfitt mál, annað land og þeir tveir gegn mér. Hún var einnig spurð um það hvort hún væri viss um að hún vildi leggja þetta á sig. „Eftir margra mánaða bið ákvað ég svo að leggja málið niður, var ekki nógu sterk, gat ekki lagt meira á mig andlega. Þessir menn voru þekktir, annar þeirra þjóðþekktur í dag“.

Konunni var ítrekað bent á að ef hún myndi kæra þá hefði það áhrif á þeirra feril, þetta myndi fara í blöðin og þá myndu allir vita af þessu. Hún segir spurningin sem sækir hvað fastast að henni frá þeim tíma þegar hún sagði frá vera: Ertu viss? og athugasemdin: Þú vildir þetta en sást svo eftir því.

„Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer meðal fólks „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér?“ því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. Ég er alltaf á varðbergi“.

- Auglýsing -

Konan segir að þennan dag hafi eitthvað verið tekið frá henni sem hún mun aldrei fá aftur en að hún ætli að halda áfram að vinna í sér. Henni fannst tími kominn til að segja frá:

„Ég skila loksins skömminni, FOKKIÐ YKKUR !!“.

Eftir kvöldið sem um ræðið kærði konan hið meinta kynferðisbrot en dró síðar kæruna til baka. Brotið á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Meintur brotaþolinn óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju og rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nú íslenska landsliðsfyrirliðann og atvikið sem lýst er hér að ofan.

Aron hefur skorað á þá sem hafa eitthvað um hann að segja eða út á hann að setja að nafngreina sig og gefa honum þá kost á að verja sig. Líkt og Mannlíf greindi frá í gær hefur hann verið útilokaður frá landsliðshópnum og meinað að spila fyrir hönd Íslands. Aron er afar ósáttur og fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Aron telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi.

Sjá einnig: Aron fyrirliði sagður bannaður frá landsliðinu – Fjarveran útskýrð síðar segir þjálfarinn

Aron sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann fullyrti að útilokunarmenning viðgangist innan KSÍ, sem eigi ekki að líðast. Hann segist einnig ekki hafa fengið tækifæri til að ræða formlega um atburðinn sem eigi að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum og ætlar hann að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld. Aron hafði meðal annars þetta að segja um ásakanirnar:

„Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu.

Í ofanálag hefur lögregla aldrei haft samband við mig vegna nokkurs máls. Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu.“

„Hafi einhver eitthvað út á mig að setja þá bið ég viðkomandi vinsamlegast að hlífa mér ekki, ásaka mig frekar og nafngreina og gefa mér kost á að verja mig. Það er heiðarlegt.“

Landslið karla í knattspyrnu á í miklum vanda þessa daga. Liðið er í stormi samfélagsmiðla þar sem ásakanir á liðsmenn ganga ljósum logum og einn þeirra, Gylfi Sigurðsson, sætir lögreglurannsókn vegna meints kynferðsbrots gagnvart ungri stúlku. Aðrir tveir hafa verið sakaðir um alvarleg brot en þó aðeins á samfélagsmiðlum. Aron Einar fyrirliði er annar þeirra, hinn er sagður byrjunarliðsmaður hjá FH.

Hafnfirðingurinn Gylfi Þór er einn af fremstu knattspyrnumönnum Íslands og sannkölluð þjóðhetja fyrir árangur sinn. Síðustu mánuðir hafa verið honum erfiðar. Lögreglurannsókn stendur yfir og hann sakaður um að hafa misnotað stúlku undir lögaldri. Honum hefur verið vikið tímabundið úr liði sínu, Everton, á meðan rannsókn stendur. Mannlíf fjallaði fyrst allra miðla um málið.

Gulldrengurinn Gylfi er um þessar mundir fallinn af stalli sem konungur íslenskra knattspyrnumanna og nú er kastljósinu beint að sjálfum fyrirliðanum. En máli þeirra er alls ekki lokið. Báðir liggur undir grun en hafa ekki verið dæmdur. Flestir vona að landsliiðsmennir séu saklausir af því sem á þá er borið.

Aron Einar hefur ekki verið sakfelldur fyrir eitt né neitt. Fólki er brugðið; enginn átti von á neinu slíkum ásökunum, líkt og fram koma í hræðilegum lýsingum meinst þolenda hér ofar. Málið mun fara sína réttu leið og eru allir hvattir til að halda ró sinni og láta ekki út úr sér nein særandi opinber ummæli; Aron á fjölskyldu.

Landsliðsfyrirliðinn segist vera saklaus og á hann skýlausan rétt á því að hann sé ekki dæmdur fyrirfram af einum né neinum.

Mannlíf heldur áfram að fylgjast með málinu.

Sjá einnig: Tengdafaðir Gylfa Þórs knattspyrnukappa: „Þau eru ekki að skilja“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -