Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna, hefur birt leslistann fyrir sumarið.
Á listanum er að finna verk eftir rithöfunda á borð við Hilary Mantel, Haruki Murakami og Tony Morrison sem lést á dögunum. Obama er mikill aðdáandi Morrison því hann hann veitti rithöfundinum forsetaorðu árið 2012.
Obama birtir listann á Facebook-síðu sinni og útskýrir hvers vegna hver og ein bók er lesningarinnar virði. Færsluna má sjá hér að neðan en bækurnar eru:
The Nickel Boys eftir Colson Whitehead
Exhalation eftir Ted Chiang
Wolf Hall eftir Hilary Mantel
Men Without Women eftir Haruki Murakami
American Spy eftir Lauren Wilkinson
The Shallows eftir Nicholas Carr
Lab Girl eftir Hope Jahren
Inland eftir Téa Obreht
How to Read the Air eftir Dinaw Mengestu
Maid eftir Stephanie Land
It's August, so I wanted to let you know about a few books I've been reading this summer, in case you're looking for…
Posted by Barack Obama on Miðvikudagur, 14. ágúst 2019