Ari Ólafsson stígur á stokk á stóra Eurovision-sviðinu í Lissabon fyrir Íslands hönd þann 8. maí og flytur lagið sem varð hlutskarpast í Söngvakeppninni, Our Choice.
Á vefsíðunni Eurovision World er Ara hins vegar spáð afleitu gengi, og situr nú í næstseinasta sæti, eða því 42. Í seinasta sæti, samkvæmt vefsíðunni er Slóvenía. Ísrael situr í efsta sæti, Tékkland í öðru og Eistland í því þriðja. Þess má geta að þessi þrjú lög sem spáð er efstu sætunum keppa á móti Ara á fyrra undanúrslitakvöldinu.
Veðbankar hafa hins vegar ekki alltaf rétt fyrir sér og er mikilvægt í keppni sem þessari að kynna sér keppinautinn mjög vel. Því kynnum við hér til leiks öll lögin sem Ari keppir við á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 8. maí, en tíu lönd af nítján komast upp úr riðlinum og beint í aðalkeppnina þann 12. maí.
Sviss
Flytjandi: Zibbz
Lag: Stones
Finnland
Flytjandi: Saara Aalto
Lag: Monsters
Hvíta-Rússland
Flytjandi: Alekseev
Lag: Forever
Búlgaría
Flytjandi: Equinox
Lag: Bones
Austurríki
Flytjandi: Cesár Sampson
Lag: Nobody But You
Litháen
Flytjandi: Ieva Zasimauskaitė
Lag: When We’re Old
Albanía
Flytjandi: Eugent Bushpepa
Lag: Mall
Írland
Flytjandi: Ryan O’Shaughnessy
Lag: Together
Armenía
Flytjandi: Sevak Khanagyan
Lag: Qami
Kýpur
Flytjandi: Eleni Foureira
Lag: Fuego
Tékkland
Flytjandi: Mikolas Josef
Lag: Lie To Me
Belgía
Flytjandi: Sennek
Lag: A Matter of Time
Króatía
Flytjandi: Franka
Lag: Crazy
Aserbaídjan
Flytjandi: Aisel
Lag: X My Heart
Grikkland
Flytjandi: Yianna Terzi
Lag: Oneiro Mou
Ísrael
Flytjandi: Netta Barzilai
Lag: Toy
Eistland
Flytjandi: Elina Nechayeva
Lag: La Forza
Makedónía
Flytjandi: Eye Cue
Lag: Lost And Found