Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þetta færðu fyrir 30 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við kíktum á fasteignamarkaðinn fyrir stuttu og hvers konar eignir væru falar fyrir 35 milljónir króna. Við ákváðum að endurtaka leikinn, enda alltaf gaman að velta fasteignum fyrir sér, en kíkjum nú á hvað er hægt að festa kaup á fyrir 30 milljónir.

Það er bjart á Akranesi

Á Akranesi er snoturt hús við Kirkjubraut sem skiptist í efri hæð sem er rúmlega hundrað fermetrar og ris sem er rúmlega 34 fermetrar. Eignin er búin fjórum svefnherbergjum og einu baðherbergi og er heimilið afar bjart. Kominn er tími á viðhald, til dæmis á rennur, en húsið var sprunguviðgert og málað að utan árið 2016. Þá var járn á þaki endurnýjað árið 2004 og skipt um tvo glugga í stofu og svefnherbergi.

Útsýni yfir Ólafsvík

Aðeins vestar á Ólafsvík er 159 fermetra hús við Túnbrekku á 30 milljónir. Úr íbúðinni er gott útsýni yfir Ólafsvík og er hún búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Þá fylgir bílskúr með sem er 29 fermetra að stærð. Eignin býður uppá mikla möguleika og er fullkomin fyrir handlagna sem vilja breyta og bæta.

Glæný 62 fermetra íbúð

Á Akureyri er hægt að fá glænýja, 2ja herbergja íbúð á 30 milljónir. Íbúðin er 62,2 fermetrar og er á 4. hæð í nýju fimm hæða fjöleignarhúsí í Glerárhverfi. Fleiri íbúðir í svipuðum stíl eru í boði á fasteignavefjum landsins en í húsinu er lyfta og bílageymsla. Íbúðin er búin einu svefnherbergi og hentar því vel pari eða einstakling. Hugsanlega ágætt fyrsta skref á íbúðamarkaðinum.

190 fermetrar á Hofsósi

Á Hofsósi, nánar tiltekið við Kirkjugötu, er hægt að næla sér í nýuppgert einbýlishús á 30 milljónir. Húsið er 186,8 fermetrar að stærð, en þar af er bílskúr sem er tæplega 44 fermetrar. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og hentar því afar vel fyrir meðalfjölskyldu. Mikið hefur verið gert fyrir húsið, til dæmis hefur verið skipt um glugga og gólfefni og settur hiti í gólf. Hins vegar á eftir að gera upp bílskúrinn.

Hlíðarnar þurfa ást og tíma

Ef fólk vill halda sig á höfuðborgarsvæðinu er hægt að festa kaup á tveggja herbergja íbúð við Eskihlíð í Reykjavík fyrir 30 milljónir. Íbúðin er skráð 69,3 fermetrar og sameign undir stiga telur 1,7 fermetra. Hér er á ferðinni íbúð sem kallar á einhvern sem er tilbúinn til að eyða tíma og ást í að gera hana upp því hún þarfnast talsverðs viðhalds að utan sem innan.

- Auglýsing -

Ómótstæðilegt útsýni

Stór fjölskylda gæti prófað eitthvað nýtt og flutt að Austurvegi í Hrísey þar sem er til sölu 225,2 fermetra einbýlishús á 30 milljónir. Húsið er búið sex svefnherbergjum og einu baðherbergi og ku allur frágangur eignarinnar og viðhald vera til fyrirmyndar. Svo ekki sé minnst á útsýnið yfir eyjuna, sem er dásamlegt.

Sveitasælan kallar

Svo ef ekkert af þessu heillar er alltaf hægt að splæsa í sumarhús í landi Merkihvolls í Landssveit. 79,5 fermetrar og þrjú svefnherbergi í sannkallaðri sveitasælu. Þetta snotra bjálkahús var byggt árið 2004 og er á tveimur hæðum. Lóðin er 4072 fermetrar og er 97 fermetra pallur við húsið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -