Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Þetta fengu eldri borgarar í hádegismat í dag – Kaldur plokkfiskur í brauðhleif

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Guðmundsdóttir, 82 ára, flutti nýlega í þjónustuíbúð aldraðra að Norðurbrún 1 í Reykjavík. Þjónustuíbúðirnar eru reknar af Reykjavíkurborg og eru 60 íbúðir í húsinu.

Elín Guðrún Jóhannsdóttir, dóttir Sólveigar, brá sér í heimsókn til móður sinnar í hádegismatnum í dag og leist henni alls ekki á það sem móður hennar var boðið upp á.

„Þetta er hádegismatur mömmu fyrir eldri borgara í dag í boði borgarinnar, kaldur plokkfiskur frá því í gær í brauðhleif. Væri gaman að sjá þetta borið fram á Alþingi,“ skrifar Elín Guðrún í færslu á Facebook og birtir með mynd af matnum.

Svona leit maturinn út þegar hann kom.
Mynd / Aðsend

„Íbúarnir kvarta sín á milli, og það eru allir sammála um að almennt sé boðið upp á vondan mat,“ segir Elín Guðrún í samtali við Mannlíf, en hún segir að svo hún viti til hafi enginn íbúanna farið með kvartanir sínar lengra.

„Brauðið er ólseigt, og erfitt fyrir fólk fyrir falskar tennur að bíta í þetta. Það var plokkfiskur í matinn á laugardag, og í dag er boðið upp á plokkfisk aftur. Súpan kom í brúna boxinu og drakk mamma hana.“

Hádegismaturinn í dag
Mynd / Aðsend

Sólveig er aðeins búin að búa í Norðurbrún í fjóra daga, og hefur verið í mat þar þrjá af þeim dögum. „Á sunnudag fór hún niður að borða og sá matur var allt í lagi. Það var skítsæmilegt,“ segir Elín Guðrún og bætir við að hún viti ekki til þess að maturinn sé eldaður í húsinu, heldur komi hann annars staðar frá. Hún veit þó ekki hvaðan og fann engar upplýsingar um það meðan hún talaði við blaðamann.

- Auglýsing -

Móðir hennar bjó áður í eigin íbúð og þá pantaði hún sér mat frá Vitatorgi. Segir Elín Guðrún að móðir hennar hafi verið ánægð með þann mat. „Ég hef líka farið með henni nokkrum sinnum í Seljahlíð og þar var eldaður matur, og það matur sem eldra fólkið vill borða,“ segir Elín Guðrún og nefnir meðal annars soðinn fisk, kartöflur og smjör.

Vegna COVID-19 er húsinu að Norðurbrún 1 skipt í tvennt milli hæða, önnur hæðin fer í mat niður í mötuneyti meðan íbúar á hinni hæðinni fá matinn til sín inn á herbergi. Og svo skiptist það næsta dag og svo koll af kolli.

Elín Guðrún segir íbúa að Norðurbrún 1 geta keypt sér morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldsnarl. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Reykjavíkurborgar kostar ólystuga máltíðin í dag, sem og aðrar daglegar máltíðir, Sólveigu 815 krónur.

- Auglýsing -

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -