Leikarahjónin Channing Tatum og Jenna Dewan Tatum eiga saman dótturina Everly, sem er fjögurra ára. Everly hefur unun af því að leika sér með málningardót og taka foreldra sína í yfirhalningu, eins og mörg börn gera.
Channing og Jenna deildu afrakstri dóttur sinnar um helgina þar sem hún hafði tekið þau í það sem virðist vera ofurhetjuyfirhalningu.
„Þetta gerist þegar maður sofnar í viðurvist barna,“ skrifaði Jenna í Instagram-sögu sína. Channing deildi mynd af þeim hjónum á Instagram og sagði að þetta væri það sem gerðist þegar listamaður héldi manni niðri og vildi láta andlit manns líta betur út.
Eins og sést á myndunum hefur Everly málað eins konar ofurhetjugrímu á móður sína. Pabbinn hefur hins vegar fengið myndarlegt yfirvaraskegg og einglyrni.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Everly leikur sér með andlitsmálningu. Fyrir tveimur árum tók hún föður sinn í Braveheart-yfirhalningu, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi:
Mamman fékk hins vegar mjög abstrakt lúkk fyrir hálfu ári síðan, en hnátunni hefur aldeilis farið fram með pensilinn síðan þá.