Margt fólk virðist spennt yfir þrumuveðrinu eins og sjá má á Twitter.
Það er ekki oft sem fólk upplifir þrumuveður hér á landi en í kvöld hefur verið nokkuð mikið um þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt Vísis kemur fram að samkvæmt Veðurstofu Íslands voru eldingarnar á höfuðborgarsvæðinu vel á annan tug. Þar kemur einnig fram að fólk geti átt von á að sjá eldingar áfram í kvöld og í nótt.
Fólk virðist þá almennt vera spennt yfir að sjá eldingar hér á landi. Jafnvel svo spennt að það hefur tjáð gleði sína á Twitter. Þetta hefur fólk að segja um þrumuveðrið á Twitter.
Djöfull eru þrumur og eldingar kúl
— Emil Örn Harðarson (@emil90) December 11, 2018
Er ég að upplifa þrumur og eldingar hérna í Vesturbænum eða er Emmsjé Gauti með strobeljósapartý hjá hamborgurunum sínum??
— Jói Skúli (@joiskuli10) December 11, 2018
Það eru þrumur og eldingar og ég DÝRKA það.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 11, 2018
eitt sinn var ég lítil og mamma sagði mér að það gætu ekki komið þrumur og eldingar á Íslandi, heimurinn Just proved hér wrong haha feis mamma
— Arndís María (@ARNDISM) December 11, 2018
Hvert þá í hoppandi! Þrumur og eldingar! 🌩
— Sunna Ben (@SunnaBen) December 11, 2018
https://twitter.com/Kisumamma/status/1072565525006426112
Bara þrumur og sællettu úti, hver er að stjórna þessu eiginlega? Siggi Stormur?? hahahahahahahah
— Axel Helgi Ívarsson (@AxelHelgi) December 11, 2018
Ég er svo innilega íslensk þegar það eru þrumur og eldingar mér líður alltaf eins og HEIMSENDIR SÉ Í NÁND pic.twitter.com/Za8IsER4RL
— Gudfinna Birta (@gudfinna92) December 11, 2018
Þrumur og eldingar og klausturkæra. Ég trúi ekki að þetta sé tilviljun. pic.twitter.com/YCmwNu4G5q
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) December 11, 2018
Já já bara risahagl og þrumur!
— Sverrir (@sverrirbo) December 11, 2018
Mynd / Pixabay