Fyrir rúmu ári síðan réðst kórónuveirufaraldurinn inn fyrir landsteina okkar Íslendinga. Er óhætt að segja að faraldurinn hafi með einum eða öðrum hætti haft áhrif á hvert einasta mannsbarn landsins og eflaust heimsins.
Heimsfaraldurinn hefur verið eitt aðalumræðuefni manna og hefur margur skoðanir á honum, viðbragðsaðgerðum stjórnvalda í kjölfar komu hans til landsins, sem og öðru sem faraldurinn snertir.
Mannlíf gerði sér ferð í Kringluna á dögunum og fékk nokkra sem þar voru á ferð til að svara þremur Covid-spurningum.
Sigríður Þóra Ingadóttir
79 ára
Ellilífeyrisþegi
Hefur kórónuveirufaraldurinn haft áhrif á þig?
Já og nei því ég get ekki farið til sólarlanda og ég á börn úti á landi, í Vestmannaeyjum.
En að öðru leyti ekki, ég á bíl og ég fer mikið út að keyra, ég fékk útrás í því og að sjá fólk.
Hefur þú skoðun á því til hvaða aðgerða hefði átt að grípa á landamærunum?
Mér fannst að hefði átt að loka landamærunum. Auðvitað er maður alltaf að vona að þetta sé síðasti dagur.
Hvað heldur þú að komi fyrst upp í huga þér eftir nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn verður nefndur?
Dásamlegt að þetta sé búið.
Þóra Sumarliðadóttir
80 ára
Ellilífeyrisþegi
Hefur kórónuveirufaraldurinn haft áhrif á þig?
Covid hefur ekki haft sérstaklega mikil áhrif á mig, bara eins og fyrir alla aðra, verið með grímu.
En það er bara að lifa lífinu.
Hefur þú skoðun á því til hvaða aðgerða hefði átt að grípa á landamærunum?
Ég er ekki viss, í byrjun átti að loka alveg landamærunum. En ég held að eigi nú að opna svolítið núna, það er alveg eins gott að fólk fái vinnu og verði úti.
Hvað heldur þú að komi fyrst upp í huga þér eftir nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn verður nefndur?
Þetta er búið, let‘s have fun.
Brynhildur Anna Einarsdóttir
31 árs
Starfsmaður A4
Hefur kórónuveirufaraldurinn haft áhrif á þig?
Bara eins og á hvern annan mann, grímuskylda, ekkert að gera og já ég hef ekkert orðið persónulega fyrir áhrifum af þessu.
Hefur þú skoðun á því til hvaða aðgerða hefði átt að grípa á landamærunum?
Já og nei, ég eiginlega hef ekki neina skoðun á því.
Hvað heldur þú að komi fyrst upp í huga þér eftir nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn verður nefndur?
Ömurlegt. Leiðinlegir tímar, satt að segja sko.
Sævar Örn Gunnarsson
34 ára
Atvinnulaus
Hefur kórónuveirufaraldurinn haft áhrif á þig?
Já, já ég hef einangrast og þurft að fara í sóttkví og svona.
Ég flakkaði svolítið á milli útlanda og þurfti allaf að fara í sóttkví, held ég hafi farið þrisvar.
Hefur þú skoðun á því til hvaða aðgerða hefði átt að grípa á landamærunum?
Nei, mér finnst bara fínt að stjórna umferðinni eins og verið er að gera.
Hvað heldur þú að komi fyrst upp í huga þér eftir nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn verður nefndur?
Ró. Það er búið að vera voða rólegt.
Hermann Helgason
46 ára
Framkvæmdastjóri S4S
Hefur kórónuveirufaraldurinn haft áhrif á þig?
Nei, ekki enn sem komið er. Ekki nema kannski bara vinnunnar vegna. En ekki persónulega, veikindi eða neitt svoleiðis.
Hefur þú skoðun á því til hvaða aðgerða hefði átt að grípa á landamærunum?
Ég er ánægður með þær aðgerðir sem hafa verið. Bara að þeim hafi verið nánast lokað, en það hefði bara mátt gera það fyrr. En ég held við séum komin langleiðina með þetta og því óhætt að fara opna þetta jafnt og þétt eins og verið er að gera.
Hvað heldur þú að komi fyrst upp í huga þér eftir nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn verður nefndur?
Ég veit það ekki alveg, það poppar ekkert sérstakt upp í hugann á mér, hvaða orð það verður. Ég held það verði margt jákvætt og auðvitað eitthvað neikvætt, fer bara eftir því hvernig þetta hittir á fólk, atvinnulega séð og svoleiðis.
Páll Scheving
58 ára
Verksmiðjustjóri
Hefur kórónuveirufaraldurinn haft áhrif á þig?
Já bara eins og alla held ég. En ég hef ekki orðið veikur allavegana og hvorki farið í sóttkví né skimun.
Hefur þú skoðun á því til hvaða aðgerða hefði átt að grípa á landamærunum?
Ég held að það þurfi að fara bara mjög vel um landamærin, hugsa þetta vel og vera skynsöm í því. Ég held við þurfum að opna þetta hægt og rólega bara eins og menn eru að gera núna.
Hvað heldur þú að komi fyrst upp í huga þér eftir nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn verður nefndur?
Skrítið. Skrítnir tímar.
Ingibjörg Austmann
29 ára
Starfsmaður Elko
Hefur kórónuveiru-faraldurinn haft áhrif á þig?
Bara eins og alla aðra, geta ekki gert eitthvað, djammað og farið til útlanda.
Hefur þú skoðun á því til hvaða aðgerða hefði átt að grípa á landamærunum?
Mér finnst að landamærin ættu að vera lokuð.
Hvað heldur þú að komi fyrst upp í huga þér eftir nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn verður nefndur?
Spritt.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
24 ára
Starfsmaður Elko
Hefur kórónuveirufaraldurinn haft áhrif á þig?
Maður getur ekki djammað eða neitt þannig eða farið til útlanda þannig að þetta er búið að vera svolítið svona jaa svona erfitt, öðruvísi ár allavegana heldur en önnur hafa verið. Leiðinlegt að geta ekki gert hluti sem maður var vanur að gera áður.
Hefur þú skoðun á því til hvaða aðgerða hefði átt að grípa á landamærunum?
Mér finnst að landamærin ættu að vera lokuð.
Hvað heldur þú að komi fyrst upp í huga þér eftir nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn verður nefndur?
Grímur og spritt.
Sigurður Jökull Ólafsson
47 ára
Námsmaður
Hefur kórónuveirufaraldurinn haft áhrif á þig?
Ég veit það ekki, það er bara eins og alla aðra.
Það er skárra hérna en annars staðar, við fluttum til Íslands fyrir ári síðan og erum eiginlega þakklát fyrir að hafa verið þó hérna en ekki úti í Kaupmannahöfn. Ástandið er búið að vera skelfilegt í Kaupmannahöfn. Þannig að þetta er kannski ekki gott, en betra en annars staðar.
Hefur þú skoðun á því til hvaða aðgerða hefði átt að grípa á landamærunum?
Ég held að þau eigi að vera eins og þau eru núna vegna þess að það er ákveðið „sell“ í því að það sé öruggt, þetta er svona „safe haven“ þannig það verður að passa það eftir fremsta megni.
Ég kem úr ferðabransanum, ég vann fyrir risastóran ferðaheildsala í Hong Kong sem bara lifði á þessum massa túrisma. Ef við höldum þessu svona frekar stíft eins og núna að þá kemur það fólk sem vill leggja þetta á sig og við þurfum ekki nema kannski milljón ferðamanna eða eitthvað svoleiðis. Og það er til nóg af því fólki sem er tilbúið að leggja þetta á sig.
Fólk hefur ekkert ferðast núna í langan tíma og þótt það kosti fjóra, fimm daga og þú hefur þá frelsi í tvær vikur eftir á, þá er fólk tilbúið að leggja það á sig og borga fyrir það.
Þetta er svona eins og „oasis“ eða vin og við verðum að halda því og megum alls ekki gefa eftir því að það sem fólk fattar ekki á Íslandi er að fólk úti í heimi það er hrætt og það er að leita í eitthvað öryggi og ef við erum með þetta öryggi hér þá mun fólkið koma. Það er til nóg af fólki sem er til í að leggja allt á sig og tilbúið að borga fyrir það.
Hvað heldur þú að komi fyrst upp í huga þér eftir nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn verður nefndur?
Ég veit það ekki, grímur og eitthvað svona. Já og söknuður, ég held að það sem fólk áttaði sig á í þessu er að það er fullt af hlutum sem við söknuðum; hittast, fara í Kringluna, geta ferðast og svona almennt frelsi.
Það mun breytast hérna, ég er búinn að vinna í mörg ár fyrir fyrirtæki frá Asíu og og normið þar var náttúrulega allt öðruvísi. Þeir lærðu þetta fyrir tuttugu árum síðan, að bera grímur og þessi hegðun sem við höfum tileinkað okkur í Covid.
Bara sem dæmi, fyrir ári síðan var ég með stóran kúnna frá Tævan og þeir voru að undirbúa stórt dæmi fyrir Toyota í Asíu. Þetta var bara rétt áður en Covid skall á. Viku seinna þá var bara lockdown í Asíu og þeir í Tævan fóru bara inn í munstur sem þeir voru með áður. Og svo bara hélt lífið þar áfram og þetta var ekki svona mikið sjokk fyrir þau. Þannig að það sem mun gerast hérna í hinum vestræna heimi er að þetta er bara nýtt „toolbox“ sem við erum að fá. Þannig að ef þetta kemur aftur, sem mun líklegast gerast einhvern tímann, þá förum við bara í verkfærakassann, já okey þá gerum við þetta bara svona við þurfum að spritta og vera með grímur, skima og eitthvað svoleiðis. Þannig verður gamli Covidtíminn normal á ný og engum mun vaxa það í augum.
Lutgarde Dejonghe
64 ára
Hjúkrunarfræðingur
Hefur kórónuveirufaraldurinn haft áhrif á þig?
Ég er búin að vera í veikindafrí frá síðasta sumri og ég hef bara haldið mig heima að mestu.
Ég bý fyrir norðan á Sauðárkróki. En ég get ekki sagt að mér líði óöruggri og alls ekki hérna fyrir sunnan heldur. Ég kem nú ekki oft suður en mér finnst fólk sýna mjög mikið tillit til hvors annars.
En þetta er auðvitað allt öðruvísi líf, maður fer ekki neitt.
Það er mjög gott að vera hérna á Íslandi það er hræðilegt ástand í Belgíu, ég á þar mömmu sem er 96 ára gömul sem ég fer ekki að heimsækja fyrr en ég er fullbólusett.
Ég er hundrað prósent mikið öruggari hérna og Íslendingar standa meira saman og virða reglurnar. Í Belgíu er þetta bara eitt kaos, þannig áfram Ísland.
Hefur þú skoðun á því til hvaða aðgerða hefði átt að grípa á landamærunum?
Mér finnst að eigi áfram að fylgjast rosalega vel með landamærunum, í allt sumar helst. Fólk sem kemur að utan er svo óábyrgt að það er ótrúlegt. Þannig að hundrað prósent að halda áfram skimun og sóttkví.