Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Þetta sögðu þingmennirnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gróf og móðgandi ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna þeirra á þingi hafa vakið mikla athygli. Þetta eru nokkur þeirra og viðbrögðin við þeim.

„Árni var náttúrlega ekkert annað en senditík Steingríms. Plottið mitt var að Geir yrði í skjólinu hjá Árna og það virkaði ekki bara 100 prósent heldur 170 prósent því að Árni fékk allan skítinn.“

Gunnar Bragi lýsir því hvernig hann fór að þegar hann skipaði Geir H. Haarde og Árna Þór Sigfússon í sendiherrastöður.

„Welcome to politics, Bergþór Ólason!“

Sigmundur Davíð skólar nýliðann til með þessari ódauðlegu setningu eftir að Bergþór hafði lýst efasemdum um tilboð Sigmundar um að gera Ólaf Ísleifsson að þingflokksformanni.

„Ég þarf meira af bjór.“

Þorstinn sótti að Ólafi Ísleifssyni undir ræðum Miðflokksmanna.

- Auglýsing -

„[A]f því að þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins sem þið ráðið ekki við. […] Komið til okkar og búum til eitthvað ævintýralegt.“

Úr söluræðu Bergþórs sem reyndi ásamt kollegum sínum úr Miðflokknum að fá þá Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason til liðs við sig.

„Ertu ekki að grínast í mér. Heldur þú að við séum virkilega, að við séum að ræða svona hluti yfir bjór?“

- Auglýsing -

Fyrstu viðbrögð Gunnars Braga við upptökunum.

„Það er ekki viðeigandi að tala svona og það er langur listi af fólki sem ég þarf að biðja afsökunar.“

Gunnar Bragi sér að sér og biðst auðmjúklega afsökunar.

„Alvarlegast er þó ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna. Hafi verið gerð hljóðupptaka af fundi þeirra sex þingmanna sem þar eru nefndir hlýtur það að teljast alvarlegt mál.“

Sigmundi Davíð er ekki skemmt yfir upptökunum og vill að einhverjir aðrir sæti ábyrgð.

„Eins og fram hefur komið varð mér þar hressi­lega á í mess­unni hvað munn­söfnuð varð­ar, í garð mann­eskju sem hafði ekk­ert sér til sakar unnið til að verð­skulda þá yfir­haln­ingu. Þar virð­ist ég hafa notað orð­færi sem er mér fram­andi og ég veit ekki til að ég hafi áður not­að.“

Bergþór biður Ingu Sæland afsökunar á orðavali sínu.

„Hann kemur með sínar samsæriskenningar og firrir sig allri ábyrgð eins og venjulega. Hvort sem hann flytur hér bunka í skattaskjól af peningum eða kemur fram þarna þá er það öðrum að kenna.“

Inga Sæland segir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til syndanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -