Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Þetta var algjör krúttdagur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta var algjör krúttdagur,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar um gærdaginn en þá fór tilraunaverkefni Kringlunnar af stað sem felur í sér að smáhundar eru velkomnir í verslunarmiðstöðina á sunnudögum.

Baldvina segir hugmyndina að verkefninu hafa vaknað eftir tillögu frá einum eiganda Lindex. „Hún Lóa í Lindex vakti athygli á því að hundamenning á Íslandi er að breytast,“ segir Baldvina. Baldvina er sammála og segir augljóst að fólk sé í auknum mæli að fá sér hund sem verður hluti af fjölskyldunni.

„Í upphafi var hugmyndin sú að leyfa smáhunda í Kringlunni í eitt skipti en þetta þróaðist fljótt og við ákváðum að bjóða þá velkomna á sunnudögum í sumar. Sunnudagar eru góðir dagar í þetta því þeir eru yfirleitt nokkuð rólegir í húsinu.“

„Úr varð að þetta var risastór dagur hérna í gær.“

Hún segir viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð. „Við ætluðum að prófa þetta svona hálf laumulega fyrst,“ segir Baldvina og hlær. „Við ætluðum ekkert að auglýsa verkefnið, bara byrja á að bjóða ákveðnum aðilum að og koma með hundana sína. En þetta var fljótt að spyrjast út og vakti mikil viðbrögð. Úr varð að þetta var risastór dagur hérna í gær,“ útskýrir Baldvina. Hún segir vinalegt og hlýlegt andrúmsloft hafa ríkt í Kringlunni í gær.

Spurð út í praktísk atriði bendir Baldvina á leiðbeiningar vef Kringlunnar, þar segir að það séu smáhundar sem hægt er að halda á sem séu velkomnir. „Stærri hundar verða ekki bannaðir en tilmælin eru vinsamleg. Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á,“ segir á vef Kringlunnar.

Baldvina segir að tilraunaverkefnið standi yfir í sumar til að byrja með. „Miðað við hvernig dagurinn gekk í gær þá höfum við fulla trú á að við getum haldið áfram með það. Það var gaman að sjá hvernig þetta heppnaðist.“

- Auglýsing -

Kringlan fékk umhverfisráðuneytið og heilbrigðiseftirlit í lið með sér við að setja verkefnið á laggirnar og samkvæmt reglugerðum eru hundar ekki leyfðir í matvöruverslanir, inn á snyrti – og læknastofur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -