Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Þetta var síðasta ljóð Guðna Más Henningssonar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og greint hefur verið frá er Guðni Már Henningsson, fyrrum útvarpsmaður, myndlistamaður, ljóðskáld og rithöfundur látinn. Hann lést á Tenerife, þar sem hann hafði búið síðustu ár.

Guðni var ötult skáld og hafði gefið út bækur og ljóðabækur. Á Tenerife opnaði hann einnig myndlistasýningu og sat við skrif flesta daga. Árið 2019 gaf hann út bókina Römblusögur, um mannlífið á uppáhaldssvæði hans í höfuðborg Tenerife. Um búsetuna á eyjunni sagði Guðni: „Hér vil ég vera það sem eftir er.“

Eftirfarandi er frumsamið ljóð sem Guðni heitinn birti á Facebook þann 24. september síðastliðinn. Blessuð sé minning hans.

 

Veður

hér er þungur himinn

- Auglýsing -

og þrútinn

hægari vindur

norðantil

- Auglýsing -

en spáin þokkaleg á

heimamiðum

heiðskýrt fyrir norðan

í afskiptaleysinu

lognið vandfundið

í skjóli skáldmenna

munu áttirnar mætast

seint og um síðir

 

Það er farið að skyggja

og ég færi þitt dökka

hár

frá luktum augum

þínum

og ég kyssi alla

draumana

kveðjukossi

held síðan út í veður

og vind

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -