Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Þetta var það versta sem ég varð vitni að – Hvergi á síðunni var minnst á blóðtöku hesta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta var það versta sem ég varð vitni að.“

Segir Ali Shearman, bandarísk kona í samtali við Fréttablaðið. Ali var meðal sjö erlendra sjálfboðaliða sem aðstoðuðu við blóðtöku á bæ á Suðurlandi. Þau voru öll ráðin í gegnum vefsíðuna Workaway .

Hún vann í ólöglegri sjálfboðavinnu á blóðtökubæ nálægt Hvolsvelli árið 2017 og segir að dýralæknir hafa sleppt því að hreinsa og binda um djúpan skurð á lend blóðmerar sem hafði slasast í blóðtökubási.

Bóndi hafi sagst ætla að senda fjórar fylfullar hryssur sem létu illa við blóðtöku, beint í slátrun.

„Við skráðum okkur svo sannarlega ekki í þessa vinnu. Við sömdum um að búa hjá gestgjafanum okkar og vinna í garðinum hennar. Hvergi á síðunni var minnst á blóðtöku hesta og þess var aldrei getið í neinum skilaboðum áður en við lögðum af stað til Íslands,“ útskýrir Ali.

„Mér finnst augljóst að tilgangur bóndans við að fá okkur til vinnu var að spara pening. Það var ódýrara að hafa sjö manns í mat og gistingu en að hafa sjö starfsmenn á launum.“

- Auglýsing -

Hryssurnar sýndu merki um streitu þegar dýralæknirinn mætti

Ali segir að versta tilfellið sem hún varð vitni var þegar bóndinn stakk óvart hryssu í lendina með oddhvössu járnpriki.

„Prikið flæktist svo í taglinu á hestinum og það tók nokkrar mínútur að losa prikið.“

- Auglýsing -

Bóndinn hafi fullvissað sjálfboðaliðana að dýralæknirinn myndi líta á sárið en Ali tók eftir að skurðurinn var nokkuð djúpur.

Þegar dýralæknirinn mætti á svæðið fór blóðtakan fram eins og venjulega. Að sögn Ali leit dýralæknirinn rétt svo á sárið og sleppti henni svo að lokinni blóðtöku. Sárið var enn opið og blóðið var ekki búið að storkna. Þá mátti sjá blóðslóð eftir hryssuna á túninu.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinn hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -