Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þetta verður búið í júní! – Svona lítur afléttingaráætlun Covid-19 út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskum sóttvarnaraðgerðum lýkur í júní gangi afléttingaráætlun yfirvalda eftir. Snemma í næsta mánuði verður stigið skref í afléttingum innanlands.

Heilbrigðisráðuneytið miðar við við að að minnsta kosti 35 prósent landsmanna hafi fengið bólusetningu í maí. Gert er ráð fyrir rýmkun fjöldatakmarka við mörkin 20-200 manns. Einng er gert ráð fyrir rýmri undanþágu frá nálægðarreglu og fjöldatakmörkun fyrir tiltekna starfsemi. Áætlunin hefur verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og lýkur umsagnarfresti 4. maí næstkomandi.

Áætlað er að létta innanlandstakmökunum í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar og að þeim verði alfarið aflétt í síðari hluta júní þegar um 75% þjóðarinnar hafi fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt.

Afléttingaráætlunin er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Áætlunin er sett fram með hliðsjón af því hve hratt gengur að bólusetja landsmenn og er jafnframt birt með fyrirvara um mat sóttvarnalæknis á aðstæðum og stöðu faraldursins á hverjum tíma.

Fyrsta skref afléttingar hefur þegar verið tekið með tilslökunum á samkomutakmörkunum og í skólastarfi sem tóku gildi 15. apríl síðastliðinn. Þá voru fjöldatakmörk aukin úr 10 í 20 manns, opnað var fyrir starfsemi sundlauga, líkamsræktarstöðva o.fl. með takmörkunum, hægt var að hefja sviðslistastarf á ný og sitthvað fleira.

- Auglýsing -

Fyrri hluta maí mega fleiri koma saman eða á bilinu 2-200 manns og í seinni hluta maí er áætlað að nálægðarmörk verði 1 metri og fjöldatakamörk rýmkuð enn frekar. Þá er gert ráð fyrir að helmingur landsmanna hafi verið bólusettur og bólusetning einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sé vel á veg komin. Þá verði unnt að rýmka fjöldatakmarkanir til muna, sem verði einhvers staðar á bilinu 100 til 1.000 manns. Samhliða verði nálægðarmörk færð úr tveimur metrum í einn.

Í síðari hluta júni er gert ráð fyrir að aflétta megi öllum takmörkunum innanlands. Á þeim tíma er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja um 75% landsmanna að minnsta kosti einu sinni.

Forsendur afléttingaráætlunarinnar eru annars vegar fyrirliggjandi áætlanir um afhendingar bóluefna ásamt markmiðum samninga um afhendingu og hins vegar bólusetningaráætlun embættis landlæknis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -