Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þingmenn halda ítrekað fram að öyrkjum fjölgi hratt þrátt fyrir talnagögn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Undanfarin ár hefur öryrkjum fjölgað og eru margar ástæður sem liggja þar að baki,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í ræðu á alþingi síðast liðinn miðvikudag. Halla er þar ein af nokkrum þingmönnum sem haldið hafa fram að öryrkjum fjölgi hratt. Um það er þó deilt.

Samkvæmt tölum Tryggingastofnun ríkisins hefur dregist verulega úr fjölgun 75% örorkumata.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt þó öðru fram í september 2018. „Nýgengi öryrkja á Íslandi með yfir 75% örorkumat er núna 1.200–1.800 á ári,” sagði Páll í umræðum um störf þingsins. Þessi staðhæfing er röng. Árið 2016 nam fjölgun slíkra örorkumata um 700. Þá hefur hægst verulega á fjölgun en 2017 var fjölgunin um 500 og í fyrra var hún komin niður í 87.

Unnið upp úr tölum Tryggingarstofnun Ríkisins Mynd: ÖBÍ

Hafa skal í huga að einstaklingar sem fara tímabundið á örorku, til dæmis sökum slyss eða veikinda, hafa áhrif á tölurnar. Þá er ekki tekið tillit til fjölda einstaklinga sem komast af örorku og aftur á vinnumarkaðinn. Til dæmis öryrkjar sem eldast fara af örorkubótum þegar þeir komast á ellilífeyri. Þessi tilfærsla hefur einnig áhrif á tölurnar.

Hélt því fram að fjölgun öryrkja væri hraðari en fólksfjölgun

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur þá haldið því fram að fjölgun öryrkja væri hraðari en fólksfjölgun: „Og við ættum sömuleiðis að taka umræðu um að það virðist vera sjálfstætt vandamál hjá okkur Íslendingum að þeim sem rata inn í örorkubótakerfið fjölgar hraðar en líffræðileg fjölgun í landinu er.” Þetta sagði Bjarni í ræðu um kjarabætur til öryrkja á alþingi í nóvember 2018. Samkvæmt þessu ætti öryrkjum að hafa fjölgað um annað eins á þessum tíma.

Fólksfjölgun á Íslandi. Unnið upp úr tölum Hagstofu Íslands. Mynd: ÖBÍ

Ef skoðað er aukningu beggja hópa síðustu ára Þá sýna tölur Hagstofunnar að Íslendingum hefur fjölgað um 29 þúsund en öryrkjar um ríflega þrjú þúsund frá árinu 2009. Ummæli Bjarna eru röng.

- Auglýsing -

„Nýgengi örorku í fyrsta skipti meira en náttúruleg fjölgun á vinnumarkaði“

Páll bar saman fjölgun örorku við fjölgun á vinnumarkaði: „Árið 2016 var nýgengi örorku í fyrsta skipti meira en náttúruleg fjölgun á vinnumarkaði.“ Þá tók Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, í sama streng í október 2018. „Það er mér verulegt áhyggjuefni, áður en við förum lengra, að sjá að nýgengi örorku hér á landi slagar hátt upp í náttúrulega fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði,”

Fjöldi á vinnumarkaði. Unnið upp úr tölum Hagstofu Íslands. Mynd: ÖBÍ

Þetta er heldur ekki rétt. Frá árinu 2009 hefur einstaklingum á vinnumarkaði fjölgað um 36 þúsund. Það er hraðari fjölgun en líffræðileg fjölgun. Þá hefur fjöldi fólks á vinnumarkaði vaxið umfram þá sem hafa farið á örorku síðast liðinn áratug.

- Auglýsing -

Örorkubandalag Íslands benti á mögulega uppsprettu þessara staðhæfinga. Samtök atvinnulífsins birtu í fyrra upplýsingar af náttúrulegri fjölgun á vinnumarkaði bornar saman við fjölgun 75% örorkuþega.

Náttúruleg fjölgun á vinnumarkaði. Mynd:Samtök atvinnulífsins

Þegar skoðað er línuritið er mikilvægt að hafa í huga að þessi spá var gerð 2018 og sýna ekki raunverulega þróun síðasta árs. Eins og áður hefur komið fram þá hefur hægst verulega á fjölgun örorkuþega síðast liðið ár. Þetta graf sýnir því ekki þann samdrátt sem hefur verið að eiga sér stað síðast liðin ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -