Breskir stjórnmálamenn hafa fordæmt vinnubrögð fjölmiðla eftir að sjónvarpskonan Caroline Flack, sem var þekktust sem stjórnandi þáttanna Love Island, tók sitt eigið líf á laugardaginn.
Um helgina var greint frá því að Flack hefði fundist látin í íbúð sinni í London. Flack var í fyrra ákærð fyrir líkamsárás þar sem hún var sögð hafa beitt kærasta sinn ofbeldi og m.a. lamið hann með lampa þar sem hann lá sofandi. Flack beið réttarhalda en kærasti hennar, Lewis Burton, hafnaði því að hún hafi beitt hann ofbeldi.
Breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið og þótti umfjöllun þeirra oft óvægin og ósanngjörn.
Nokkrir stjórnmálamenn hafa nú kallað eftir betri fjölmiðlaumfjöllun og hvetja fólk til að vanda sig þegar kemur að umræðu á samfélagsmiðlum. The Guardian fjallar um málið.
Segir fjölmiðla bera ábyrgð
Keir Starmer, þingmaður Verkamannaflokksins, gagnrýnir umfjöllun fjölmiðla og skaðlega umræðu sem skapaðist á samfélagsmiðlum um mál Flack. Hann segir andlát Flack hafa komið fólki í opna skjöldu en bendir á að fjölmiðlar beri ákveðna ábyrgð. Hann kallar núna eftir vandaðri fjölmiðlaumfjöllun.
Þingkonan Lisa Nandy segir vonlaust að engin lög né reglur gildi á samfélagsmiðlum. Nandy líkir samfélagsmiðlum við villta vestrið þar sem allt er látið viðgangast. Nandy gefur í skyn að umfjöllun á samfélagsmiðlum hafi orðið Flack ofviða.
Grant Shapps samgönguráðherra Bretlands, tekur undir. Sömuleiðis þingkonan Daisy Cooper, hún segir mál Flack sýna og sanna hversu mikil áhrif fjölmiðlaumfjöllun gefur haft á fólk.
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði á Twitter að hann væri miður sín yfir andláti Flack. Hann sagði að samfélagið í heild sinni þyrfti að leggja meiri áherslu á að hlúa að því fólki sem á um sárt að binda.
So sad to see the news of Caroline Flack’s suicide. Shows we must do so much more as a society to look out for each other – whether online or off
— Matt Hancock (@MattHancock) February 16, 2020
Kate Osamor skrifaði einnig færslu á Twitter um málið. Hún sagði einelti fjölmiðla gagnvart Flack hafa verið miskunnarlaust.
The trolling & abuse she sufferered at the hands of the media was relentless.
Being kind is so underrated.
RIP Caroline flack
— Kate Osamor MP for Edmonton || (@KateOsamor) February 15, 2020