Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja leyfa hvalveiðar strax – Bjarni milli steins og sleggju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson, sitjandi matvælaráðherra, er undir miklum þrýstingi þingmanna sinna um að leyfa hvalveiðar nú þegar. Ráðherrann hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvort hann skrifi undir umsókn Hvals hf. og annarra sem hafa sótt um leyfi til veiða.

|||
Bjarni Benediktsson.

Allar forsendur eru til staðar til þess að veita leyfið. Hafrannsóknastofnun mælir með veiðunum og hefur lagt til þann fjölda sem heimilt er að veiða. Lögum samkvæmt ber ráðherra málaflokksins að afgreiða umsóknir strax. Heimildir Mannlífs herma að þingmenn flokksins leggi hart að Bjarna að skrifa undir. Þá hafa hagsmunasamtök á borð við Verkalýðsfélag Akraness lagt hart að Bjarna að aflétta óvissunni um hvalveiðar. Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, sagði í Silfrinu á RÚV í gærkvöld að ráðherranum bæri lagaleg skylda til að afgreiða málið.

Gunnar Bergmann Jónsson

Í leyniupptökum sem Heimildin birti í gær segir Gunnar Bergmann Jónsson, sonur Jóns Gunnarssonar, að faðir hans hafi gert samning við Bjarna Benediktsson formann um að hann færi inn í ráðuneyti sjávarútvegsmála sem aðstoðarmaður gegn því að setjast í fimmta sæti á lista flokksins og myndi tryggja framgang umsóknar Hvals um veiðar. Gunnar talar jafnframt um vanhæfi Bjarna sem af fjölskylduástæðum geti ekki skrifað undir. Það myndi því falla í hlut Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að skrifa undir. Árið 2019 greindi Stundin frá því að foreldrar Bjarna, Benedikt heitinn Sveinsson og Guðríður Jónsdóttir ættu rúmlega 2,3 prósent í Hval. Óljóst er hvort hluturinn er ennþá inni í dánarbúi Benedikts. Mannlíf hefur sent fyrirspurn á Bjarna vegna þess máls. Jón hefur sagt að sonur hans hafi sagt ósatt um þessi mál og ekkert sé til í því að hann hafi átt umrædd hrossakaup.

Bjarni tvístígur

Hermt er að Bjarni sé mjög tvístígandi í málinu og sé milli steins og sleggju. Eftir uppljóstranir Heimildarinnar er það nánast pólitískur ómöguleiki að gefa úr leyfið. Kosningabaráttan myndi þá snúast upp í umræðu um hrossakaup og innkomu Jóns Gunnarssonar í matvælaráðuneytið með ófyrirsjáanlegu tjóni fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem nú þegar skrapar botninn í skoðanakönnunum.

Á hinn bóginn tekur Bjarni þá áhættu að bíða og feta sömu slóð og ráðherrar VG, Svandís Svavarsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fór með því að fylgja ekki þeim ferlum sem taldir eru eðlilegir í stjórnsýslunni og geta kallað skaðabótaskyldu yfir íslenska ríkið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -