Þjálfari kvennaliðs Þróttar er ósáttur við útskýringar Knattspyrnuráðs Reykjavíkur en í gær varð sá leiði atburður að enginn frá KRR mætti til að afhenda Þróttarakonum bikar er þær tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn. KRR sendi frá sér yfirlýsingu í dag sem féll í grýttan farvel hjá þjálfara Þróttar.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á því sem kallað eru mistök í yfirlýsingunni en í gær mætti enginn frá ráðinu til að afhenda kvennaliði Þróttar bikar er þær tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í gær. Valur vann titilinn í karlaflokki á sunnudaginn og fengu bikar afhentann í lok leiks. Segir í yfirlýsingunni að mistök hafi verið gerð af þeirra hálfu þegar leikir hefðu riðlast vegna veðurs og Covid-19. Eftirfarandi er yfirlýsing KRR í heild sinni:
YFIRLÝSING KNATTSPYRNURÁÐS REYKJAVÍKUR
Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins.
Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin.
Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt.
Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki.
Virðingarfyllst,
f.h. KRR
Steinn Halldórsson
Formaður
Jónas Sigurðsson
Formaður mótanefndar
Mannlíf hafði samband við Nik Sheila Chamberlain, þjálfara kvennaliðs Þróttar og spurði hann út í yfirlýsingu KRR og hvort hann væri sáttur við þær útskýringar sem þar kæmu fram.
„Mér finnst þetta léleg afsökun í ljósi þess að þeir höfðu sagt öðrum aðila í símtali í gær að þeir hefðu þá reglu að afhenda ekki bikar fyrr en mótinu er alveg lokið. Karlalið Vals fékk sinn bikar áður en mótinu lauk og það sama má segja þegar kvennalið Fylkis vann mótið í fyrra, þær fengu bikarinn afhentann áður en mótinu lauk. Að gefa tvær mismunandi ástæður er ekkert annað en undanskot.“
Nik sagðist þó geta gefið þeim það að þeir viðurkenna mistök, þó þeir geri það með lélegri afsökunarbeiðni. „Verið bara heiðarlegir. Við höfum enn ekki heyrt frá þeim þar sem þeir viðurkenna að hafa klúðrað og að þeir muni gera allt til að bæta fyrir það. Í staðinn er okkur gefin ein afsökun og svo er ekki hægt að ná í þá. Í millitíðinni hafa þeir nægan tíma til að finna nýja afsökun.“
Nik bendir á að þetta er ekki eina skiptið nýverið sem kvennaliði er sýnd óvirðing hér á landi.
„Þetta er í annað skiptið sem kvenmenn er sýnd vanvirðing á síðustu mánuðum. Í október birtist auglýsing fyrir leik Breiðabliks og Þróttar í Mjólkurbikarnum en á myndinni var ljósmynd af Breiðablikskonu og Valskonu.“
Sagði Nik að þetta hafi fengið að hanga inni í nokkra klukkutíma en svo tekið niður og sagt að auglýsingafyrirtækið hafi gert mistökin en enginn afsökunarbeiðni gefin.