Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Þjáning og sigrar Sigurlaugar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurlaug Helga á að baki mikla þjáningasögu þótt hún sé aðeins rúmlega fertug að aldri. Hún er eitt fórnarlamba Covid. Sigurlaug er að vísu ein þeirra heppnu. Eftir að hafa farið tvígang í öndunarvél reis hún upp og sigraði dauðann.

Læknum þykir undravert að Sigurlaug hafi lifað af þann hrylling sem hún lýsir í forsíðuviðtali við Mannlíf. Rétt eins og stór hluti mannkyns þá smitaðist Sigurlaug af Covid-19. Í fyrstu benti ekkert til annars en að hún myndi rísa upp frá tiltölulega léttvægum veikindum. En þetta fór á annan veg. Hún veiktist hastarlega og mátti engu muna að hún næði ekki að kalla eftir hjálp. Hún var flutt á spítala og fljótlega sett í öndunarvél. Þar var hún við dauðans dyr, dögum saman. Lífslíkurnar voru hverfandi. En hún lifði af og reis nánast upp frá dauðum. Eftir langa endurhæfingu náði hún bata. En sálin var í ólagi. Mánuðina á eftir vildi hún helst ekki lifa. Svartnættið náði tökum á henni og hún lokaði sig af. Óttinn við hið ókomna var ráðandi og hún hafði svo sannarlega ástæðu til að óttast. Örfáum dögum eftir fertugsafmælið reið næsta áfall yfir. Hún fékk lungnabólgu og var aftur sett í öndunarvél þar sem hún barðist enn fyrir líf sínu.

Sigurlaug Helga segir frá því í viðtalinu að hún hafi sigrast öðru sinni á lífsháskanum. Saga hennar er svo sannarlega sláandi. Hún komst lifandi úr öndunarvélinni og hóf strax endurhæfingu. Tveimur mánuðum síðar er hún búin að ná gríðarlegum árangri. Þvert á spár lækna er hún að nálgast það að vera fullfrísk.

Nærtækasta skýringin á hinum undraverða bata er sú að Sigurlaug Helga býr að því að hafa stundað íþróttir á árum áður. Hún var fimleikastjarna og lagði grunn að þeim styrk sem hefur bjargað henni frá þeim háska sem steðjað hefur að undanfarið ár. Sá lærdómur sem draga má af sögu hennar er að heilsurækt er gríðarlega mikilvæg til þess að geta betur mætt áföllum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -