Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þjóðaríþrótt að tala gildi menntunar niður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í umræðum um yfirstandandi kjaradeilur Eflingar og Reykjavíkurborgar hefur farið æ meira fyrir þeirri skoðun að ekki beri að meta menntun til launa. Nýlega tjáði Kári Stefánsson þá skoðun sína á Pírataspjallinu við góðar undirtektir. Hvað finnst forsvarsfólki háskólafólks um þessa umræðu? Mannlíf leitaði svara við því hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM.

Mér finnst þetta að mörgu leyti mjög athyglisverð umræða,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, BHM, spurð hvað henni finnist um þá umræðu að ekki sé ástæða til að meta menntun til launa. „Það hlaupa allir upp til handa og fóta þegar Kári Stefánsson segir eitthvað. Hann er forstjóri í einu stærsta þekkingarfyrirtæki á Íslandi þar sem svo að segja hver einasta sála er með háskóla – gráðu og jafnvel margar. En gott og vel. Það sem ég hef áhyggjur af í þessari umræðu í samfélaginu er að það er að verða eins og þjóðaríþrótt að tala gildi menntunar niður rétt eins og við séum stödd í landbúnaðarsamfélaginu fyrir hundrað árum eða svo. Það er ekki gott af svo mörgum ástæðum, sú nærtækasta er kannski sú að við erum í miðri fjórðu iðnbyltingunni þar sem snjallvæðingin ríður yfir og alls konar störfum fækkar. Það á auðvitað bæði við um störf sem krefjast ekki mikillar fagmenntunar og önnur störf. Við horfum til dæmis á fækkun starfsfólks í íslenskum bönkum sem hefur fækkað um um nokkur hundruð á síðustu tveimur árum .“

Þórunn segir að það sem þau hjá BHM vilji og reyni auðvitað að vekja athygli séu einfaldar staðreyndir um það hvað það þýðir að afla sér háskólamennt – unar. „Þar er fyrst að telja að þegar fólk fer í langskólanám þá er það að tapa verðmætustu árunum í söfnun lífeyrisréttinda. Nú er búið að sam – ræma lífeyriskerfi opinbera og almenna vinnumarkaðarins og réttindin eru orðin aldurstengd sem þýðir að mesta ávinnslan er þegar fólk er yngst. Fólk sem fer í langskólanám er ekki að ávinna sér lífeyrisréttindi á þessum árum. Í öðru lagi er háskólamenntun fjárfesting bæði fyrir einstaklinga og samfélag. Menntun og þekkingaröflun eru aflvaki framfara í samfélaginu og undirstaða góðra lífskjara, bæði hér og annars staðar. Í þriðja lagi taka 85 prósent þeirra sem eru í BHM námslán, auðvitað mismikil en mjög mörg okkar eru að greiða það sem samsvarar einum ráðstöfunartekjum á ári af þeim langt fram á sextugsaldur eða lengur. Þetta með ávinnslu lífeyrisréttinda og endurgreiðslubyrði námslána eru beinharðar efnahagslegar staðreyndir um kjör háskólamenntaðs fólks sem við viljum og krefjumst að tekið sé tillit til við ákvörðun launa.“

Þarf meira en handlagni til að verða heilaskurðlæknir

Snýst þetta þá bara um launatap á meðan á námi stendur og uppgreiðslur námslána, hefur menntunin í sjálfu sér ekkert gildi þegar horft er til launa? „Jú, fólk aflar sér sérþekkingar sem skiptir máli í samfélaginu,“ segir Þórunn. „Nærtækast er að taka dæmi af heilbrigðisstéttum og menntastéttum sem sinna almannaþjónustu sem við erum vonandi öll sammála um að þurfi að veita. Það hljómar kannski flippað en þú þarft meira en að vera handlaginn til þess að verða heilaskurðlæknir. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeirri gleði sem felst í því að eiga þess kost að afla sér menntunar en það er hjákátlegt að heyra fólk halda því fram að það sé aðalmálið að fólk sé í skemmtilegri vinnu, eins og oft er sagt til að verja lág laun listamanna, til dæmis. Það er ekki hægt að afgreiða málið með slíkum smjörklípum.“

Spurð um kjaradeiluna sem nú er í gangi milli Eflingar og borgarinnar segir Þórunn að það sé alveg rétt að leikskólar séu að stórum hluta mannaðir af öðrum en leikskólakennurum, og auðvitað þurfi að taka tillit til þess í launum ófagmenntaðs starfsfólks ef það sinnir þeim störfum og ber þá ábyrgð sem leikskólakennarar ættu að gera. En telur hún að það sé tilviljun að þessi umræða um að meta ekki menntun til launa og það að etja saman faglærðum og ófaglærðum starfsmönnum sé mest áberandi í svokölluðum kvennastéttum? „Nei, ég efast um það,“ segir hún. „Og það er gömul saga og ný að það er ágætt að leyfa þeim sem minna hafa að bítast um brauðmolana. Og ég tek undir með Drífu Snædal, forseta ASÍ, og við höfum allar sagt það konurnar sem erum í forystu fyrir launafólkið í landinu, að stóri vandinn á vinnumarkaði á Íslandi er þessi kynbundni vandi, það er að segja laun og kjör kvennastétta almennt og tregðan til að hækka þau.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -