- Auglýsing -
Þjóðarsjóður mun fá til sín arðgreiðslur af rekstri Landsvirkjunar, en fyrirsjáanlegt er að þær muni vaxa hratt á næstunni, eftir nokkuð langt tímabil uppbyggingar virkjana.
Heildareignir Landsvirkjunar nema um 540 milljörðum, og á næstu árum geta arðgreiðslur vaxið í 10 til 20 milljarða á ári. Deildar meiningar eru um málið innan ríkisstjórnarinnar, enda í mörg horn að líta þegar kemur að ráðstöfun á peningum skattgreiðenda. Eitt af því sem horft er til sem mögulegra áfalla eru vistkerfisbreytingar, t.d. í íslenskri lögsögu.
Fjallað er ítarlega um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.
Mynd / Landsvirkjun