88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, 54 voru utan sóttkvíar við greiningu.
Víðir Reynirsson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að það sé áhyggjuefni hve margir séu að greinast utan sóttkvíar. Hann segir að sést hafi hópsýkingar áður en ekki af þessari stærðargráðu. Þá segir hann áhyggjuefni hve rosalega útbreidd veiran er og það hafi ekki sést með þeim hætti áður, veiran er bókstaflega allstaðar í samfélaginu og út um allt land. Rætt var við Víði í hádegisfréttum Bylgjunar.
Smitrakningin gengur heldur ekki sem skildi því fólk er að ganga úti í samfélaginu án þess að hafa hugmynd um að það sé smitað og það fólk sem svo greinist á ákaflega erfitt með að rekja allar sínar ferðir, en það er grunnforsenda smitrakningarinnar.
Víðir segir að það sem vísindamenn hafi verið að segja um Delta- afbrigði kórónaveirunar, að hún sé mun meira smitandi. Það á hver og einn smitaður einstaklingur, líklega eftir að smita fleiri einstaklinga en við höfum séð öllu jafna áður.