Íslenska þjóðin er slegin yfir harmleiknum í Skötufirði en í gær var greint frá því að litli drengurinn, Mikolaj Majewski, væri látinn. Hann var aðeins 18 mánaða. Móðir hans, Kamila Majewska, lést einnig eftir hið hræðilega slys en Tomek Majewska, faðir drengsins og eiginmaður Kamila, komst lífs af. Þau höfðu fest rætur á Flateyri og voru á leið þangað þegar bíll þeirra fór í sjóinn.
Pólska sendiráðið á Íslandi segir mikla sorg vegna málsins og innan Facebook-hóps Pólverja á Íslandi er fólk harmi slegið. „Wyrazy wspołczucia,“ segir fólkið. Það mætti þýða sem „samúðarkveðjur“. Islandia, Facebook-síða um málefni Pólvegja á Íslandi, deilir myndinni hér fyir ofan og segir pólska samfélagið í sárum.
Víða má sjá sterk viðbrögð meðal Íslendinga enda Pólland mikil vinaþjóð Ísland. Flestir þekkja einhvern frá Póllandi enda búa þúsundir þeirra hér á landi. Skemmst er svo þess að minnast þegar Pólverjar réttu Íslendingum hjálparhönd í neyð í hruninu.
Söfnun fór á stað í gær fyrir aðstandendur og gengur vel. Í gær söfnuðust tæplega fjórar milljónir króna og voru bæði Íslendingar og Pólverjar sem lögðust þar á eitt. Sandra Stephowska, vinkona fjölskyldunnar, sagði í samtali við Mannlíf að öll hjálp væri vel þegin.
Andvirði söfnunarinnar er hugsað til þess að styrkja nánustu fjölskylduna sem flýgur nú til íslands og flytja Kamilu og Mikolaj til heimalandsins.
Ef þú vilt hjálpa fjölskyldunni og leggja söfnuninni lið þá getur þú gert það hér.
Atvikið vekur þó upp fleiri tilfinningar en sorg því óhætt er að segja að Íslendingar hafi tekið því illa og af reiði þegar um það var talað af vanvirðingu. Ummæli sem féllu á Facebook-hópnum Pabbatips hafa vakið mikla reið utan hópsins. Jóel nokkur vakti athygl á þeim í öðrum hóp „Hjálplegustu” kommentin og á stuttum tíma höfðu ótal manns lýst yfir vanþóknun sinni. Daníel nokkur skrifaði athugasemd við færslu í Pabbatips þar sem allir voru hvattir til þess að taka þátt í söfnun til styrktar unga föðursins, Tomek Majewska, sem missti eiginkonu og barn í slysi í Skötufirði.
Daníel skrifar í Pabbatips: „Samskot fyrir hvern? Þau eru útlendingar og fjölskylda þeirra væntanlega í Póllandi og þau verða væntanlega flutt þangað, miklar líkur á að við fáum sömu fréttir af pabbanum á næstu dögum.“ Óvíst er hvaða viðbrögð þetta vakti innan Pabbatips en þau eru hörð í hinum fyrrnefnda hópnum.
Jóel sem deilir því skrifar: „Þetta er pabbatips hópurinn, allir pabbarnir þarna að tala um að sýna samstöðu og ræða hvernig væri hægt að hjálpa föðurinum sem missti konu sína og barn, svo kemur einn svona pési með svona „hjálplegt komment“…..“
Allir eru sammála honum þar. „Fooookking aumingi sem kommentar svona,“ skrifar einn meðan kona nokkur segir: „Ojjjj hversu ljótt“. Önnur segir svo: „Ógeð… þetta er siðlaust að commenta svona svo fáránlegt að nota orðið útlendingur alltaf! Frekar þreytandi hvað er það sem gerir manni af Íslending?“
Sumir vildu ganga lengra eins og einn sem segir: „Ég er ekki í grúppunni en langar innilega að ganga í hana til þess eins að segja þessum manni að hoppa upp í rassgatið á sér.“ Kona svarar honum og segir: „Ég er einmitt að pæla í að ná í símann hjá manninum mínum í sama tilgangi“
Einn maður segist nánast vilja lúskra á þessum manni. „Maður sem missti konuna sína og tæplega tveggja ára son og þetta er kommentið sem kemur? Stundum þarf bara að kýla menn með hamri.“ Kona nokkur er á svipuðum slóðum og segir: „Sumt fólk á ekkert annað skilið enn skóflu beint í andlitið. Fólk er fífl, frasin á vel hér við.“
Baldur nokkur skrifar að lokum athugasemd um hvað gerðist á Pabbatips eftir að ummælin féllu. „Hann skýrði kommentið neðar í umræðunum. Hann hélt einfaldlega að þar sem þetta eru pólverjar, og óvíst hvort pabbinn myndi lifa þetta af, þá væri óvíst hver ætti að taka við peningnum. Spurningin var ónærgætin, en alls ekki rasísk eða á neinn hátt illgjörn. Sá hugur kemur ekki fram í orðunum. Það er hins vegar hægt (en alls ekki nauðsynlegt) með ákveðnu mindsetti að lesa hann milli línanna. Mér finnst meira áríðandi að eyða þessu shaming festivali héðan en kommentinu hans af pabbatips ef ég á að segja alveg eins og er.“