Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Hneykslismál skekja þjóðkirkjuna: Biskupinn svarar ekki spurningum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvað er eiginlega að gerast hjá Þjóðkirkjunni?

Þjóðkirkjan er í mikilli kreppu – æ færri kjósa að vera innan raða hennar og stjórnarhættir þar minna lítið á kærleikann sem Kristur boðaði.

Hneykslismál hafa með reglulegu millibili komið upp og eðlilega ratað í fjölmiðla; stærsta dæmið er að sjálfsögðu tengt Ólafi heitnum Skúlasyni biskup, sem var sakaður um kynferðisbrot af ýmsum toga – margir þekkja þá sögu vel.

Fjölmörg önnur mál hafa komið upp sem hafa ekki bætt ímynd stofnunarinnar – of langt mál væri að telja þau öll upp; en Þjóðkirkjan hefur vissulega ekki borið þess bætur. Stöðug fækkun er staðreynd og ekkert sem bendir til þess að þeirri þróun verði snúið við á næstunni.

Í stað þess að takast á við þau hneykslismál sem komið hafa upp innan Þjóðkirkjunnar hefur Agnes M. Sigurðardóttir biskup frekar kosið að reyna allt hvað hún getur til að þagga niður öll erfið mál er tengjast stofnuninni; sópa þeim undir teppið.

- Auglýsing -

Nú er svo komið að Agnes biskup og hennar hjörð svarar engum fyrirspurnum sem þykja óþægilegar, nema frá fjölmiðlum sem eru henni þóknanlegir, og velja að spyrja ekki óþægilegra spurninga.

Mannlíf hefur síðan í september fjallað um mál er varðar séra Gunnar Björnsson, sem er sestur í helgan stein. Óskað var eftir því að séra Gunnar fengi að jarðsyngja konu í Hveragerðiskirkju, en ósk konunnar látnu og fjölskyldu hennar var virt að vettugi án þess að nokkrar haldbærar skýringar fengjust frá Agnesi og Þjóðkirkjunni.

Mannlíf hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá Þjóðkirkjunni en án árangurs. Þjóðkirkjan reynir gamalkunnuga aðferð, sem mögulega hefur reynst henni vel hingað til; að hunsa einfaldlega þá sem spyrja erfiðra spurninga.

- Auglýsing -
Pétur Georg Markan biskupsritari.

Mannlíf sendi þann 8. september síðastliðinn tölvupóst til Péturs Markans biskupsritara, sem var afar einfaldur og stuttur:

 

„Komdu sæll og blessaður Pétur, og afsakaðu ónæðið. Svanur Már Snorrason heiti ég og er blaðamaður á Mannlífi.

Ég er með fyrirspurn.
Þegar prestar komast á „aldur“ – 67 til 70 ára, mega þeir samt sem áður sjá um til dæmis brúðkaup, skírnir og jarðarfarir? Eða hætta þeir einfaldlega allri þjónustu á vegum Kirkjunnar eftir að eftirlaunaaldri er náð?
Með kærri kveðju og von um góð viðbrögð,
Svanur“
Ekkert svar hefur borist við þessari fyrirspurn.
Þann 7. október sendi Mannlíf tölvupóst með ítarlegum spurningum er varða mál séra Gunnars Björnssonar:
Ég undirritaður sendi ykkur þessar spurningar með tilvísun í upplýsingalög nr. 140/2012. 

 

 

Með áðurnefndri tilvísun í upplýsingalög er þess krafist að Þjóðkirkjan svari eftirfarandi spurningum er varða mál séra Gunnars Björnssonar, sem neitað var um að jarðsyngja Sigríði Erlu Ragnarsdóttur í Hveragerðiskirkju 5. september sl.

 

Mannlíf hefur leitað eftir svörum Þjóðkirkjunnar vegna þess að prestinum var meinað um að starfa í kirkjunni. Engin svör hafa borist. Pétur Markan biskupsritari hefur fengið fyrirspurn í tölvuskeyti en hunsað það. Þá virðist sem biskup eða kirkjuyfirvöld hafi sagt syrgjendum ósatt í misvísandi svörum. 

1. Hver ákvað að séra Gunnar Björnsson mætti ekki sjá um útför frá Hveragerðiskirkju þann 5. september sl? 
2. Hvers vegna var ákveðið að meina séra Gunnari að sjá um útförina?
3. Eru önnur dæmi um að prestum sé meinað að þjónusta fyrir Þjóðkirkjuna séu þeir komnir á eftirlaun?
4. Er algengt að prestum með hreina sakaskrá  sé meinað að þjónusta fyrir Þjóðkirkjuna, burtśéð frá aldri þeirra?
5. Hvaða prestum öðrum en séra Gunnari Björnssyni hefur verið meinað að þjónusta fyrir Þjóðkirkjuna frá árinu 2012? Ef svo. Hverjar voru þær ástæður og um hvaða presta ræðir?
6. Er að mati stjórnenda Þjóðkirkjunnar, löglegt eða verjandi að meina presti á eftirlaunum sem er með hreint sakavottorð og hefur aldrei verið uppvís að glæp að þjónusta fyrir Þjóðkirkjuna?
7. Gilda siðareglur Þjóðkirkjunnar fyrir presta og alla aðra er koma að starfi Þjóðkirkjunnar, þ.m.t biskup, biskupsritara, aðra starfsmenn Biskupsstofu og stjórn Þjóðkirkjunnar? Hefur þetta mál komið til Siðanefndar kirkjunnar eða sannleiksgildi staðhæfinga biskups og prests verið til skoðunnar á vettvangi Þjóðkirkjunnar? 
8.  Í gögnum er Mannlíf hefur undir höndum koma fram misvísandi svör til syrgjenda. Biskup segir séra Ninnu Sif Svavarsdóttur ábyrga fyrir ákvörðuninni um að neita séra Gunnari Björnssyni að sjá um útförina margnefndu, en séra Ninna Sif varpar ábyrgðinni á biskup. Miðað við gögn Mannlífs er ljóst að önnur hvor, Agnes biskup eða séra Ninna Sif eru að segja ósatt. Hvert er hið rétta í málinu?
9. Vinsamlegað afhendið okkur minnisblöð eða önnur gögn varðandi mál þetta. 
10. Hverjum hjá Þjóðkirkjunni er falið það starf að sinna upplýsingaskyldu við fjölmiðla sem og allan almenning í landinu? Hvers vegna hefur biskupsritari ekki svarað fyrirspurn Mannlífs frá 8. september? 
Mannlíf áskilur sér rétt til þess að birta spurningarnar að hluta eða öllu leyti ásamt svörum. 

 

Ekkert svar hefur borist frá kirkjunnar þjónum.

Hins vegar hefur Þjóðkirkjan tjáð sig um áðurnefnt mál séra Gunnars Björnssonar við Stundina, í grein sem blaðamaðurinn Freyr Rögnvaldson ritar; virðist sem sú grein sé eins konar varnargrein fyrir Þjóðkirkuna og Agnesi biskup.

Í það minnsta hefur biskupsritari svarað spurningum Stundarinnar vegna málsins, og í áðurnefndri grein miðilsins segir meðal annars:

 

„Biskup Íslands hefur haft skýra afstöðu gegn því að sr. Gunnar Björnsson athafni í kirkjum þjóðkirkjunnar“ (úr svari Péturs Georgs Markan biskupsritara).

 

Einnig:

 

Í skriflegu svari Péturs Georgs Markans biskupsritara við fyrirspurn Stundarinnar vegna málefna Gunnars segir að í samþykktum um innri málefni þjóðkirkjunnar sé skýrt kveðið á um að það sé ákvörðun sóknarpresta í hverri kirkju að veita öðrum leyfi til athafna í þeim kirkjum.

 

Hins vegar hafi séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í sinni biskupstíð tekið „skýra afstöðu með þolendum og hefur hafnað öllu ofbeldi innan kirkjunnar og tekið ákveðið og fast á þeim ofbeldismálum sem hafa komið upp.

 

Það er á þeim grundvelli sem biskup Íslands hefur haft skýra afstöðu gegn því að sr. Gunnar Björnsson athafni í kirkjum þjóðkirkjunnar.

 

Biskup Íslands hefur gert sóknarprestum þetta ljóst þegar það hafa komið upp tilfelli þar sem óskað hefur verið eftir að sr. Gunnar Björnsson sjái um athafnir. Um þetta hefur verið fullur samhugur á milli biskups og sóknarprests hverju sinni, í öllum tilfellum.“

 

Þá stendur eftir þessi spurning: Hvers vegna svaraði Agnes biskup eða Pétur Markan biskupsritari ekki fyrstu fyrirspurn Mannlífs né þeirri annarri?

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Mannlíf átti í samskiptum við séra Ninnu Sif Svavarsdóttur sem er prestur í Hveragerðiskirkju, þar sem áðurnefnd kona var jarðsungin. Séra Ninna Sif varpaði ábyrgðinni á máli séra Gunnars Björnssonar yfir á Agnesi biskup, en Agnes kenndi hins vegar séra Ninnu Sif um.

Séra Ninna Sif sagði í smáskilaboðum til syrgjenda að Þjóðkirkjan vildi ekki að séra Gunnar annaðist athafnir í kirkjunni. Bannið væri „ákvörðun“ Þjóðkirkjunnar. „Ég er ekki að setja skilyrði heldur Þjóðkirkjan,“ segir Ninna Sif í smáskilaboðunum.

Þegar Mannlíf leitaði eftir viðbrögðum hennar vegna málsins var svarið einfalt:

„Ég tjái mig ekki um það mál við fjölmiðla.“

Í svarbréfi til Guðmundar Jóns Sigurðssonar, sonar hinna látnu, segir Agnes ástæðu bannsins væntanlega vera framkomu Gunnars „sem rataði í fjölmiðla fyrir einhverjum árum meðan hann var enn embættismaður þjóðkirkjunnar.“

Það sem eftir stendur er að fjölskylda konunnar sem séra Gunnari Björnssyni var neitað um að jarðsyngja hefur fengið misvísandi svör frá þjónum Þjóðkirkjunnar, og að Mannlíf hefur einfaldlega ekki fengið nein svör sem gætu varpað ljósi á málið.

Þessu til viðbótar er Þjóðkirkjan í vanda vegna stjórnleysis í fjármálum. Biskup fer sínu fram en gripið hefur verið fram fyrir hendur hans til að stöðva óráðssíu.

Mannlíf mun halda áfram að fjalla um málið þangað til svör frá æðstu stjórnendum Þjóðkirkjunnar hafa borist miðlinum.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -